Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 50
48
MÚLAÞING
Margrét Gunnarsdóttir og Jörgen Sigfússon.
Krossavíkursögu á ytri hliðina. Á innri hliðina hlaut hún líka að
breytast, en þar mun nýi tíminn vilja hafa það, að sinn hlutur sé
betri, og verður ekki á móti því mælt. Þau Jörgen og Margrét voru
af léttasta skeiði, er þau komu að Krossavík, hann 39 ára, en hún
36 ára. Bæði voru þau upprunnin í Fljótsdal, og uppeldi þeirra og
ævi hafði mótazt af sveit, sem var næsta ólík Vopnafirði, þótt hitt
væri aftur á móti, að hættir og menningarástand þjóðarinnar væri
íastmótað og eins í flestum sveitum, að þessum tíma og lengur þó.
Jörgen var fæddur í Víðivallagerði í Fljótsdal 9. janúar 1854.
Voru foreldrar hans Sigfús bóndi þar, síðar á Skriðuklaustri,
Stefánsson, sem áður sagði og kona hans Jóhanna Jörgensdóttir
læknis á Brekku, Kjerúlfs. Kom hann ungur í Skriðuklaustur með
foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann var snemma röskur maður
og þótti mikið bóndaefni og eins og sjálfkjörinn til að taka við
stórbúskap föður síns á Skriðuklaustri, en Sigfús var einn af 12
hændum í landinu 1878, sem tíundaði flest lausafjárhundruð.
Árið 1875 féll askan úr Dyngjufjöllum yfir byggðir eystra, og