Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 55
MÚLAÞING
53
gleymir hann háttvísinni og segir: „Þorsteinn Erlingsson er ekkert
skáld og enginn maður.“ Ekki getur þess, hvað Margrét sagði,
enda var málið komið niður fyrir það, að hún gæti um það rætt.
Slíkur dómur um mannslíf hafði ekki verið felldur í Krossavík
frá því á dögum Guðmundar sýslumanns, en eftir það mun Mar-
gréti hafa verið sama um það, hvað séra Sigurður sagði, þótt stór-
um færi það batnandi, er tímar liðu, fyrir menningaráhrif í Vopna-
firði. Jörgen hóf þegar mikinn búskap í Krossavík, og að einhverju
leyti gekk hann þar til erfða, sem fyrir lágu þar í heimilishaldi
og venjufastar voru. Hins vegar mátti hann sanna það, að hann
var kominn í annað land, meira en lítið ólíkt því, sem hann hafði
alizt upp í. A efri hluta Fljótsdaláhéraðs er gjarnan sagt: Það eru
vorin, sem allt lífga. I Vopnafirði aftur á móti, einkum við sjávar-
síðuna: Það eru vorin, sem allt drepa. Þetta er mikill munur á
löndum, en þennan mun verður bóndinn að gera að engu með
búskaparháttum, því að jafnan reynist það, að hvert land hefur
til síns ágætis nokkuð, og búskapur í Krossavík hafði lengi borið
því vitni, að þeirri jörð bar margt til ágætis. Búskaparhættirnir
voru enn ekki mikið breyttir. Þó var orðið verra að fá úrvalsvinnu-
fólk. Það hafði leitað til Ameríku og var að byrja að fara í lausa-
mennskuna, það sem enn var heima í landinu, og jafnvel farið að
leita til sjávarsíðu, þar sem nýir atvinnuhættir voru að skapast.
Efnilegir, ungir menn sóttu nú líka skólagöngu meir en nokkru
sinni hafði verið í sögu þjóðarinnar. Sauðasaian stóð með sama
hætti og áður, og þetta góða markaðsverð á sauðfé hafði gert
bændur djarfa og áræðna, og heimilishald sótti til rýmri heimilis-
hátta og dýrari en áður, fleira og fleira varð nauðsyn heimilis-
halds og lífshátta, eins og það, að nú urðu börnin að fermast á
„dönskum“ skóm. Kröfurnar um bætt húsakynni, aukið hreinlæti
og fínni föt urðu þó ákveðnastar, og það var eins og tímans kall
að sinna þeim. Jörgen byggði vandaða baðstofu í Krossavík „þilj-
aða uppi og niðri,“ eins og máltæki varð um þessi hús, með þil-
stafni fram á hlað, var góð stofa niðri, er að hlaði vissi, en hjóna-
herbergi yfir henni uppi. Fleiru í húsabótum varð hann að sinna,
því að Krossavík var öll í gömlum hami. Jörgen sást ekki fyrir
um kostnað af þessu, og af þeim sökum varð heimili hans einna