Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 56
54
MÚLAÞING
fyrst í stíi nýrri og betri húsakynna og heimilishátta, er þeim fylgdi.
Taldi mývetnskur maður, Kristján Guðnason, gáfaður og góður
drengur, er þar kom til kennslu fyrir aldamót, að Krossavíkurheim-
ili ætti fáa sína líka í landinu. En þótt tíminn væri að kalla, ný
öld að renna og loftið fullt af táknum um það, að fsland hlyti að
kasta sínum gamla hami, kom það þó til, sem var gamalt mál á
Islandi, verzlunarörðugleikar, markaðshrap á framleiðslunni. Sauða-
salan var úr sögunni með árinu 1897. Enskir bönnuðu innflutning
lifandi fjár til landsins nema með því móti, að því yrði slátrað,
er það kæmi af skipsfjöl. Það var sama og banna innflutninginn.
Féð hafði ætíð áður verið látið jafna sig eftir flutninginn yfir haf-
ið, sem oft var hinn mesti hrakningur, á ökrum í Englandi, og voru
þá afurðir þess í háu verði. Nú féll verðið svo, að sauðir, sem
seldust á kr. 19.50 árið 1896, seldust nú á kr. 12.00. (Skýrslur
Pöntunarfél. Fljótsdælinga) ár.ið 1897. Þetta var örlagaríkt fyrir
bændur, sem enn voru þjóðin. Samstundis sagði þetta til sín með
skuldasöfnun og þrengingum í heimilishaldi. Margir bændur sáu,
hvað verða vildi og drifu sig til Ameríku. Fjöldi af lausafólki fylgd.i
þeim, og nú fóru vinnufólksvandræði að verða áberandi, og varð
ekki við gert. Litlu eftir aldamótin voru skuldirnar að vaxa bænd-
um yfir höfuð, og v.irtist ókleift vandamál við að etja. Árið 1904
var stofnað bankaútibú frá Islandsbanka á Seyðisfirði, og þar tóku
margir bændur stórlán með ábyrgð verzlana í Vopnafirði, til að
jafna ögn reikninga sína og höfðu þar með tekið á sig þann bagga,
að þeir máttu búast við öllu af að sjá, að fá undir risið. Batnað.i
fjárverð 1905 með dilkakjötssölunni, svo að gjörlegt varð undir
þessu að rísa, en örðugt þó. Gamlir sveitarlífshættir, fráfærurnar,
lögðust niður, og sökum fólksfæðarinnar fór heimilisiðnaðurinn
sömu leið. Jörgen var einn, sem þessu þurfti að hlíta með allstóran
skuldabagga og þarf ekki þá sögu að rekja.
Þau hjón komu í Krossavík með fjögur börn, er þau áttu og var
elzt þeirra Sigmar f. 3. des. 1882, Guðrún f. 2. júlí 1884, Jóhanna
f. 2. júní 1890 og Ásrún f. 11. sept. 1891. Á Ási höfðu þau tekið
dreng til fósturs af fátækum hjónum, og hét hann Björn. Var fóst-
ur hans svo nærfærið, að hann taldist einn af systkinunum, hvort
sem var í þeirra hópi eða á þetta litið úti í frá. Nokkru eftir að