Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 59
MÚLAÞING
57
enda bjó hann við gott jarðnæði, en leigði ætíð hjáleiguna Heliis-
fjörubakka, sem fylgdi jörðinni í eigu Odds, sem sagt var. Um alda-
mótin bjó á partinum Bjarni Sveinsson, mikill myndarmaður, er
fór stuttu síðar til Ameríku. Þá kom þar Guðmundur Ólafsson,
ættaður úr Fljótsdal. Hann sleppti ábúðinni 1906, og keypti þá
partinn Guðmundur Jónsson, er búið hafði á Ketilsstöðum í Hlíð.
Bjuggu þeir nú Jörgen, Sigmar og Guðmundur í Krossavík og fór
vel á þeirra sambýli, en erfitt reyndist Jörgen um vinnukraft, þar
sem hann tók nú að eldast, og hafði hin sömu umsvif í sveitarmál-
urn og áður. Bjuggu þeir Sigmar og Jörgen í gamla bænum, er nú
lók að hrörna. Árið 1919 seldi Guðmundur Jónsson partinn og
keypti Sigmar og flutti í neðri bæinn. Þetta ár, 1919, var Jörgen
brundið frá kjöri í hreppsnefnd með allmiklum fyrirgangi nýrra
œanna, en sýslunefndarmaður var hann enn um skeið. Jörgen hélt
áfram búskapnum, en mjög gerðist honum erfitt fyrir um vinnu-
kraft, og mjög tók nú bærinn að hrörna, og var þó baðstofan enn
stæðileg. Árið 1922 var Jörgen kosinn aftur í hreppsnefndina,
þótti hans mjög vant þennan þriggja ára tíma. Eg kom í hrepps-
nefndina hið sama ár, og vorum við samnefndarmenn í 5 ár. Til
heiðurs var hann kallaður „sá gamli“ og þótti vita allt bezt, og
var furðulegt, hvað hann hélt sínu stálminni og glaða sinni, er
hann var nú fast við sjötugsaldur, slitinn maður að orku, því að
ekki hafði hann hlíft sér um dagana. Mun þeim öllum, er með
Jörgen störfuðu, hafa orðið hlýtt til hans fyrir greind hans og
mannkosti. Var það tvisvar, að ég var með honum, er hann flutti
símaefn.i, var lánaður til að standa undir. I annað skiptið vakti
hann mig eldsnemma morguns, en ég svaf frammi í framhýsi.
Avarpaði hann mig og sagði: „Vaknaðu, vaknaðu! Nú er dagur
hjálpræðis!" Var hann þar kominn með lest. Áttum við erfiðan
dag, því að gamli maðurinn hafði sopið heldur mikið á, en því
var ekki að leyna, að það gerði hann stundum, en jafnan í hófi
og var þá manna glaðastur og mest góðmenni. Seig nú undan fyrir
honum, sem gömlum er lögmál. Síðast hitti ég hann á vetri 1928.
Kom hann til dyra í þykkum frakka með loðhúfu á höfði og vettl-
inga á höndum, því að öðruvísi var víst ekki líft í bænum, því að
frost var mikið og stíf gola innan með fjöllum. Margrét dvaldi