Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 60
5 8
MÚLAÞING
þá á Vopnafirði. Ég flutti alfarinn úr Vopnafirð.i 3. júlí 1928. Ég
írétti það síðast, að Jörgen í Krossavík væri hættulega veikur. Ég
frétti það fyrst úr Vopnafirði í nýrri sveit, að Jörgen væri dáinn.
Hann hafði andast 7. júlí, svo að nálega urðum við samferða úr
Vopnafirði. Ekki var Jörgens minnzt einu orði í blöðum landsins,
og þá var minn penni enn langt uppi í erminni. Það ætla ég, að
þá hafi sveit brugðizt sínum anda, er þegjandi kvaddi Jörgen Sig-
fússon í Krossavík. Hann var þá á 75. aldursári.
Hann hafði óbilandi trú á búskapnum og yndi af öllum háttum
sveitalífs, bjó í þjóðbraut og greiddi hvers manns veg. Margrét
lifði hann um nokkur ár og dó á Vopnafirði. Þau höfðu valdið því
hlutverki, sem Olöf í Krossavík fól þeim, og það kom í þeirra hlut
að stýra þar undan áföllum, er mest bar til í breytingum tímans á
þjóðlifinu, sem gekk mest yfir aðstöðu bóndans til að lifa sveita-
lífinu, svo sem það hefði orðið af lands- og þjóðarháttum, og tók
nú Sigmar sonur þeirra við Krossavík.
SiGMAR JORGENSSON
Eins og komið hefur fram í þessu máli, var það markmið Ólafar
í Krossavík, að jörðin yrði ættsetujörð Krossavíkurættar. Það varð
því sjónarmið þeirra Jörgens og Margrétar með búsetu sinni í
Kossavík. Því sjónarmiði töldust þau þurfa að þjóna til hinztu
stundar, og því sjónarmiði færðu þau þunga fórn í elli. Þetta sjón-
armið var reyndar ekki hæpið fyrir þeim, nema hvað tímarnir virt-
ust vera þunghentir á bændunum og þeirra aðstöðu. Þau áttu Sig-
mar fyrir son, og kom fljótt í ljós, að hann kaus ekkert fremur en
vera bóndi og hafði til þess mikið upplag. Hins vegar þar sem
systkini voru fleiri og eignum hjóna bar að skipta eftir þau látin,
gat það ekki verið öruggt, að hann einn tæki við Krossavík. Nú
var það svo, að Sigmar var bóndi í Krossavík, Guðrún systir hans
dáin, og hinar ysturnar höfðu aðra staðfestu. Sigmar fékk því jörð-
ina, en mun hafa orðið að greiða hana að einhverju leyti vegna
óhvílandi skulda. Varð hann nú eigandi að allri Krossavík eins og
Guðmundur sýslumaður, en álíku var saman að jafna, því að nú
skall heimskreppan mikla yfir, og bændurnir á íslandi sáu, rétt