Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 61
MULAÞING
59
einu sinni í tvo heimana. Allt bjargaðist það á kreppuhjálp og síð-
an stríðsgróða. Sigmar var, eins og fyrr sagði, mikill gervileika-
maður, hafði töfrandi framgöngu af frjálsu, glöðu lundarfari og
persónulegum myndarskap. Sigmar sýndi það snemma, að hann
var mikið bóndaefni, hafði gaman af sauðfé og átti það allmargt
strax á ungum aldri, fjárglöggur og hirðusamur um fé. Þoldi
Krossavík það í bezta lagi, að þeir fóstbræður, Björn og hann, ættu
allmargt fé, og var fóður þess á húi Jörgens kaup þeirra. Sigmar
gekk í Olafsdalsskóla undir lok hans, og hafði þaðan hróður góðan
af Torfa skólastjóra. Hann lærði snemma að bólusetja fé við bráða-
pest eins og faðir hans og fór víða í þeim störfum, m. a. norður
á Langanes og þar um sveitir. Var bólusetningin miklu meira
vandaverk á þeim dögum en nú, vegna þess að meðalið var öðru-
vísi tilreitt, og mátti engu skeika um meðferð þess og sjálfa at-
höfnina, og kom oft fyrir að kind og kind drapst úr bólusetningu.
Sigmari lánaðist þetta starf ágæta vel. Á meðan faðir hans starf-
aði í hreppsnefnd og fleiri nefndum, var Sigmar ekki kvaddur til
opinberra starfa í sveitinni. Því t. d. máttu feðgar ekki sitja sam-
en í hreppsnefnd. Þurfti hann líka á öllum sér að halda við búskap-
inn, og eðlilega kom í hans hlut meiri og minni umsjá með búi
föður hans á síðustu árum hans. Var hann og heldur ekki hlut-
samur um annarra mál og hlédrægur að eðlisfari. Hann varð sýslu-
nefndarmaður um skeið, en lengst var hann kjötmatsmaður og
sláturhússtj ór,i á Vopnfirði, en það mun hann hafa annazt um 30
ára skeið. Björn fóstbróðir hans drukknaði í Jökulsá á Brú 1922,
og tók hann þá son hans, Sigmar að nafni, og ól hann upp. Sjálfur
lét hann son sinn einn heita Björn. Sigmar þótti ætíð þrifabóndi,
en ekki bjó hann stórt, og ekki taldist hann efnaður lengi vel í
búskap sínum. Þau hjón eignuðust 5 börn, og um 1930 voru hin
elztu þeirra vaxin. Nokkru síðar byggði hann steinhús, og eftir
1940 tók þar allt stórum stakkaskiptum, og búa nú 4 börn hans í
Krossavík, en þó eitt þeirra á Hellisfjörubökkum. Sigmar var vin-
sæll maður og traustur drengur, hafði eins og faðir hans óbilandi
trú á búskapnum og sveitalífinu, bar gæfu til að taka við Krossa-
vík af honum og bera Ólafarmerkið fram til sigurs, þrátt fyrir allt
sem á móti blés í umróti tímans á þjóðfélagslháttum, þar sem svo