Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 62
60
MÚLAÞING
víða féllu merkin og enn eru að falla, því að enn er lífsaðstaða
bændanna í sveitum landsins ekki tryggð sem skyldi. Nú elst upp
rnargt af barnabörnum hans í Krossavík, og munu þó ekki enn 53
rnenn á torfunni eins og 1860. Sigmar andaðist á sjúkrahúsi á
Akureyri eftir alllanga vanheilsu þ. 8. október 1960. Sigríður kona
hans er á lífi í Krossavík hjá börnum sínum, þegar þetta er skrif-
að, 18. júní 1962.
Fyrir rösku ári síðan heimsótti Sigurður Heiðdal, tengdasonur
jörgens í Krossavík, mig á sjúkrahús i Reykjavík. Hann mæltist
til þess, að ég minntist að nokkru mágafólks síns í Krossavík og
þó einkum Sigmars, sem þá var fyrir stuttu dáinn, en hans hafði
ekki verið minnzt í blöðum nema í þremur vísum, er ég kvað eftir
hann, og eingöngu vegna þess, að ég hélt, að blöðin hefðu nóg
lesmál að flytja eftir samstarfsmenn hans og sveitunga, en þeir
þögðu þá allir, svo sem þegar Jörgen dó og Margrét kona hans.
Ég athugaði þetta mál, en hafði áður minnzt Sigmars lítillega á
70 ára afmæli hans. En vegna þess, sem hér hefur fram komið,
að saga þeirra feðga stendur í sambandi við sögu Krossavíkur,
tók ég mig til og samdi þetta yfirlit um sögu jarðarinnar. Hefur
margt tafið mig, en ekki hefur mér verið þetta erfitt verk, svo sem
ég er nú orðinn fróður í sögu Vopnafjarðar. Getur svo farið, að
þetta verði það eina, sem ég kem á pappír af því efni, og er betur
en ekki.
EFTIRMÁLI
Það er rétt að athuga það, sem hér segir unr Ragnhildi í Krossa-
vikurhjáleigu 1703, að hún er talin dóttir Jóns Jónssonar kamps
í Syðrivík og Ingi'bjargar Jónsdóttur Daðasonar. Þetta var álit
Hannesar Þorsteinssonar, en þetta mun þó ekki að fullu rétt. Það
sannast, að Ragnhildur er systir Ingimundar í Syðr.ivikurhjáleigu
1703 föður Jóns á Vakurstöðum, en Jón Ingimundarson heitir
hóndi á Svínabökkum 1681 og getur í Syðrivík 1702. d. 1703. Það
má telja víst, að þau Ragnhildur og Ingimundur séu börn hans, en
Jón Ingimundarson hefur átt dóttur Jóns kamps í Syðrivík, því