Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 64
JON BJORNSSON FRA HNEFILSDAL:
Skemmtiferð í skammdegi
Veturinn 1909—1910 bar svo viö að kvöldi til á jólaföstu, að
raann bar að garði hjá foreldrum mínum í Hnefilsdal. Maðurinn
bað að lofa sér að vera um nóttina. Hann kvaðst heita Sveinn og
vera Þorieifsson, ef ég man það rétt. Hann var í meðallagi hár, að
sjá um miðjan aldur, hvatlegur og harðlegur, skrafhreifinn og
óspar á fréttir af öllu tagi. Hann kvaðst eiga heima á Norðfirði,
en vera að koma ofan af Dal. í þann tíð bjuggu á Stuðlafossi Álf-
heiður Þorsteinsdóttir og Guðmundur Snorrason smiður. Sveinn
sagðist vera frænd,i Álfheiðar og hefði farið að gamni sínu að
finna frænku sína.
Nú var Sveinn á heimleið og hugðist ná til Norðfjarðar fyrir
jólin.
Eins og kunnugt er, var þessi vetur hinn harðasti, bæði stór-
viðrasamur og snjóþungur, og það hafði verið búin að vera slæm
tíð og kominn allmikil'l snjór, þegar Sveinn var á ferðinni. Morg-
uninn eftir, þegar Sveinn leggur af stað, man ég, að faðir minn
lagði ríkt á við hann að fara með bæjum, út fyrir Heiðarenda sem
kallað er, en fara ekki upp á heiði, þótt skemmra sé þar yfir. Sveinn
var vitanlega alveg ókunnugur og gat ekkert á sig treyst í því efni.
Hann lofaði að fara með bæjum, eins og fyrir hann var lagt. Næstu
daga var svo sama ótíðin, linjuhríðar í byggð, en mun verra uppi
á heiðum.
Næst er svo frá því að segja, að fólkið heima vaknar um miðja
nótt við óvenjumikið hark og gauragang fyrir dyrum úti. Yinnu-