Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 69
MÚLAÞING 67
fjallanna. Gamlir menn segja, að frá því um 1880 hafi 12 menn
orðið úti ó Fjarðarheiði.
Á síðustu árum hafa verið lagðir akfærir vegir yfir Austfjarða-
hálendið milli Héraðs og hinna ýmsu fjarða og einnig sums staðar
milli fjarðanna sjálfra. Eru nú aðalsamgönguleiðir Héraðsbúa til
fjarða um Fagradal til Reyðarfjarðar, Fjarðarheiði til Seyðisfjarð-
ar og um Vatnsskarð og Njarðvíkurskriður til Borgarfjarðar, um
Breiðdalsheiði til Breiðdals og annarra suðurfjarða.
Seyðisfjörður var um miðja nítjándu öld og fram á þá tuttug-
ustu aðalverzlunarstaður Héraðsbúa og allur varningur þá fluttur
á klökkum yfir Fjarðarheiði. Færðist svo verzlunin þaðan til Reyð-
arfjarðar, því að þaðan var fyrst lagður akfær vegur til Héraðs.
Næsti fjörður norðan Seyðisfjarðar er Loðmundarfjörður. Loðm-
firðingar komust síðastir allra Austfirðinga í vegarsamband. Má
segja að þeir séu raunar enn vegarsambandslausir, þótt komast
megi þaðan, þegar þurrast er á sumrin, á jeppum til Borgarfjarð-
ar. Var sá ruðningur gerður fyrir 4—5 árum.
Það hefur nú um sinn þótt mikið sport að aka á jeppum um
veglaus öræfi og fjöll. Má rekja tildrögin að því, að komið var
ruðningsvegi til Loðmundarfjarðar, að sumarið 1959 réðumst við
nokkrir félagar í það að fara á jeppa til Loðmundarfjarðar og tókst
það. Skal hér nokkuð sagt frá því ferðalagi.
Laugardaginn 5. september 1959 var ferðin ákveðin til Loðmund-
arfjarðar. Árla voru ferðafélagarnir á fótum þann morgun, en þeir
voru: Jóhann Valdórsson bóndi Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, Sig-
urður Magnússon bóndi Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, Gunnar
Gunnarsson vélstjóri, Egilsstaðakauptúni, Víkingur Gíslason Skóg-
argerði í Fellum, sem lagði til bifreiðina, landbúnaðarjeppa, og ég,
sem þetta rita, þá staddur í bústað vegavinnumanna hjá Steinholti
í Eiðaþinghá.
Við ókum út Eiðaþinghá að Kjartarstöðum. Fengum við hress-
ingu hjá Sigurði bónda, áður en lagt væri til fjalls. Ákveðið hafði
verið að fara Hraundal, sem liggur milli Héraðs og Loðmundar-
fjarðar allhátt í fjalllendinu milli Beinageitarfj alls að norðan og
Botndalsfjalls að sunnan. Veður var ágætt, suðvestan gola og bjart-
viðri o'g hélzt svo allan daginn.