Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 72
70
MÚLAÞING
urðu þarna á vegi okkar, en þetta tókst. Kora þá upp úr kafinu, að
þær voru fleiri „aðalbrekkurnar,“ þótt Jóhann lofaði okkur í hvert
sinn, að þessi væri nú „aðalbrekkan.“ Virtist okkur hann hafa
tekið betur eftir einhverju öðru í Loðmundarfirði en landslaginu.
Hrauná heitir á sú, er fellur um Hraundal til Loðmundarfjarðar.
Fellur hún gegnum Stakkahliðarhraun neðst í dalnum. Þar er
biksteinn sem kunnugt er. Ofan við hraunið eru flesjar nokkrar
aðallega austan árinnar. Munu það Fitjar heita. Efst í flesjunum
er steinrunnin trðhnyðja, sem komin er þangað úr lækjargili vest-
an við Orustukamb. Munu þeir Stakkhlíðingar hafa haft hug á að
koma trénu heimundir, en reynzt erfitt sökum þyngsla þess og
vegleysunnar, sem fara þarf. Við skoðuðum tré þetta. Er auðsætt,
að þegar það var og hét, hefur verið blómlegur gróður á þessum
slóðum. Ummál þess er nálega feðmingur.
Nú var dagur að kvöldi kominn, og húmið færðist yfir. Hröðuð-
um við því ferðinni sem við gátum undir leiðsögn Jóhanns yfir
Stakkahlíðarhraun og niður í Stakkahlíð. Var þá klukkan um tíu
um kvöldið. Hefur því ferðin frá Hjartarstöðum tekið um tólf
klukkustundir. Vegalengdin mun vera um 30 kílómetrar.
Við fengum hinar ágætustu viðtökur í Stakkahlíð, eins og vænta
mátti. Var jeppi okkar fyrsta bifreiðin, sem ekið var þar í hlað, o^g
þótti tíðindum sæta.
í Stakkahlíð bjuggu Stefán Baldvinsson og kona hans, Olafía
Olafsdóttir. Stefán lézt í ágúst 1964. Þar býr og sonur hans, Sig-
urður, ókvæntur. Þar býr einnig tengdasonur Stefáns, Magnús Sig-
urðsson bónda á Miðhúsum, Steindórssonar bónda á Dalhúsum
Hinrikssonar. Kona Magnúsar er Ásta Stefánsdóttir. Magnús er
fjörmaður mikill, eins og hann á kyn til og dugnaðarinaður, enda
mun honum hafa búnazt vel í Stakkahlíð. Þar eru ekki landþrengsl-
irr, aðeins tvær jarðir í byggð í firðinum nú. Erfitt er því um smala-
mennskur allar og fjárskil. Er það ekki heiglum hent að búa við
þær aðstæður og einangrun, sem þar er. Má fullyrða það, að sú
byggð, sem enn helzt í Loðmundarfirð.i, byggist ekki hvað sízt á
dugnaði og þrautseigju Magnúsar og konu hans.
Enda þótt að nafninu til sé fært jeppum til Borgarfjarðar á sumr-
in, fá Loðmfirðingar föng sín öll frá Seyðisfirði, aðallega með