Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 76
SERÁ HEIMIR STEINSSON:
Jarðir Skriðuklausturs
og efnahagur
INNGANGUR:
Eftirfarandi þáttur er 13. kapítuli ritgerðar minnar um munklífi að Skriðu-
í Fljótsdal, en ritgerð sú var samin sumarið 1965 sem hluti embættisprófs í
guðfræði við Háskóla Islands. Kafli sá, sem hér er birtur, fjallar um efnahag
klaustursins, að svo miklu leyti sem reiður verða á því efni hentar. Var þátt-
urinn valinn til birlingar á þeim forsendum einkum, að hann með jarðatalinu
og úrvinnslu þess dregur e. t. v. fram fleiri áþreifanlegar heiinildir um ástand
Skriðuklausturs en nokkur einstakur kapítuli ritsins annar. Jafnframt ber þá
hins að geta, að efni þetta er mjög samanþjappað, og er það því minni
skemmtilestur en ýmsir aðrir hlutar umgetinnar ritsmíðar.
Munklífi mun hafa komizt á laggirnar að Skriðu árið 1493, en formlega er
það iagt niður 12. marz 1554. Starfar klaustrið því aðeins röskan aldarhelm-
ing. Allt bendir til, að á Skriðu hafi verið Ágústínusregla, og réðu príórar
fyrir klaustrinu. Urðu þeir fjórir talsins. Fyrstur var Narfi Jónsson, Narfa-
sonar lögmanns Sveinssonar, áður kirkjuprestur í Skálholti og officialis, síðast
ábóti í Þykkvabæ (príór 1496(5?)—1506), annar Þorvarður Helgason, fyrr-
tim prestur í Vallanesi og á Valþjófsstað, svo og prófastur (príór 1506—1530).
Þriðji príór að Skriðu var Jón Markússon, sem áður var einnig prestur í Valla-
nesi og officialis (príór 1530 (?)—1534). Síðastur fer Brandur Hrafnsson, lög-
tnanns að Skriðu í Reykjadal, Brandssonar, bróðir Solveigar, er síðust var
abbadís að Reynistað. Brandur var lengi prestur að Hofi í Vopnafirði og pró-
fastur, en síðar officialis (príór 1534—1552(?)).
I eftirfarandi máli er vikið að greindum príórum, og þótti liæfa að geta þeirra
þegar í inngangi. Þátturinn ber þess merki að vera hluti stærri heildar, og
verður upphaflegu orðalagi ekki breytt, hvað það áhrærir. Á hinn bóginn er
ástæðulaust að rekja frekar sögu staðarins að sinni, og verður ýtarlegri birting
þess efnis að bíða síns tíma.