Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 77
MÚLAÞÍNG
75
1 Skrá Skriðuklaustursjarða, kúgilda, landskulda og dýrleika jarða
I sex undanfarandi Jaáttum ritgerðar þessarar er með sleitum fjall-
að um jarðaskipti Skriðuklausturs og gjafir þær, sem munklífinu
voru gefnar, að því er samtíma bréf út vísa. Augljóst er, að endanleg
mynd af jarðeignum klaustursins um siðaskipti verður ekki dregin
upp með þessum hætti. Til þess eru heimildir gloppóttar um of.
Saga sú, sem hér var rakin sýndi þegar, að víða var þess getið, að
klaustr.ið seldi jarðir, er engar heimildir greindu frá, hvernig bor-
izt hefðu því í hendur. Sýnir það eitt heimildafátæktina nógsamlega.
Þannig verður ekki farið nærri um endanlega jarðeign staðarins
um miðja 16. öld með því einu að skyggnast um í Fornbréfasafni.
Hér verður að grípa til annarra bragða. En áður en að þeim er vik-
ið, sakar ekki að draga saman í einn stað þær upplýsingar, sem
fyrrgreindar heimildir veita.
Á árabilinu frá 1493 fram undir 1541 líta jarðaskipti munklífis
að Skriðu og jarðagjafir því til handa þennan veg út samkvæmt
varðveittum samtímaheimildum (skáletraðar eru þær jarðir, sem
heimildir greina ekki frá, að klaustrið hafi af hendi látið):
Ar Keyptar jarðir og þegnar:
1493 Skriða i Fljótsdal
1494 Skriða í Breiðdal hálj
— Mýnes í Eiðaþinghá
-- Ketilsstaðir á Völlum
— Kollsstaðir á Völlum
1496 Lækjardalur í Skinnastaðasókn,
Axarfirði.
1497 Sturluflöt í Fljótsdal
1498 Brimnes í Seyðisfirði
— Austdalur í Seyðisfirði
— Kross í Mjóafirði
— llc í Nesi í BorgarfirÖi
— Hrafnkelsstaðir í Fljótsdal
1500 2c í Glettinganesi í Borgarfirði
— Anaslaðir í Hjaltastaðaþinghá
— Sellátur í Reyðarfirði
— Hrjótur í Hjaltastaðaþinghá
— Hamragarður í Hjaltastaðaþing-
há hálfur
1504 Litla Breiðavík í Reyðarfirði
Seldar jarðir:
Gröf í Vesturdal, Vopnafirði
Arskógur á Árskógsstr., EyjafirÖi
Pálmholt í Möðruvallasókn, Eyjafirði
Skáldalækur í Svarfaðardal
Lækjardalur
Flautafell í Þistilfirði
Ketilsstaðir á Völlum íganga úr eigu
kl. þ. ár í síðasta lagi).