Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 78
76
MÚLAÞING
— 20c í Borgarliöjn, Borgarhafnar-
hreppi
1504 Torfastaðir í Jökulsárhlíð
1505 Snotrunes í Borgarfirði
1506 Meðalnes í Fellum
— Birnufell í Fellum
— Nes í Loðmundarfirði
— Úlfsstaðir í Loðmundarfirði
— Skeggjastaðir í Jökuldal
1508 Vík í Fáskrúðsfirði
1513 Brekka í Fljótsdal
1514 Hvanná í Jökuldal
1520 20c í Borgarhöfn
1522 20c í Borgarhöfn
Fyrir 1525 Seljamýri í Loðmundarfirði
— 1530 Kolmúli í Fáskrúðsfirði
— 1541 Geitdalur í Skriðdal
Kollsstaðir á Völlum
Yztiskáli undir Eyjafjöllum
Eyvindará í Eiðaþinghá
Mýnes í Eiðaþinghá
Bót í Hróarstungu hálf
Nes í Borgarfirði (Snotrunes)
Heseyri í Mjóafirði
Skógar í Mjóafirði
Vík í Fáskrúðsfirði
Sævarendi í Fáskrúðsfirði
20c í Borgarhöfn
Með þessum hætti verða 23 jarðir hlutskipti klaustursins um
siðaskipti, auk heimajarðarinnar. Sé nú hugað að jarðabókum frá
16. og 17. öld, verður annað uppi á teningnum. Kemur þá í ljós,
að nokkrar þeirra jarða, sem að framan eru skráðar, hafa gengið
úr eigu klaustursins, en aðrar komið í þeirra stað og hækkar he.ild-
artalan verulega við þá athugun.
Jarðabókum og áþekkum heimildum frá 1590 til 1641 ber i öll-
um aðalatriðum saman um tölu Skriðuklaustursjarða og nöfn. Gegn-
ir raunar sama máli, þó að farið sé allt fram til daga Finns biskups,
og Jarðatal Johnsens staðfestir vitnisburði þessara gagna að mestu.
Af því verður ráðið, að jarðeignir staðarins hafa litlum breytingum
tekið öldum saman. Þegar elzta heimildin verður til, eru liðin 36
ár frá því, að klaustrið og jarðir þess komust formlega í hendur
konungs. Er engin ástæða til að ætla verulegar breytingar hafa orð-
ið á jarðaeign staðarins þennan tíma. Konungur veitir viðtöku
staðnum og eignum hans og selur hvort tveggja á leigu umboðs-
mönnum sínum, án þess að auka stofninn eða rýra hann. Af þessum
sökum er heimilt að leggja jarðabækur 16. og 17. aldar til grund-
vallar umræðum um jarðaeign Skriðuklausturs við siðaskipti.
Heimildir þær, sem hér um ræðir, eru allsundurleitar að því, er