Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 79
MÚLAÞING
77
tekur til dýrleika jarða, landskuldaleiga og kúgilda, enda vafalítið
misjafnar um áreiðanleik. Verður að leggja þau gögn til grundvall-
ar rannsókn á fjárhag staðarins, er trúlegust þykja. Er þar einkum
um að ræða lénsreikninga höfuðsmanna konungs, og verður nánar
vikið að yfirburðum þeirra í þessu tilliti. Hér fer á eftir skrá yfir
jarðeignir Skr.iðuklausturs, en hún er sett saman af eftirtöldum
gögnum:
A: Fornbréf þau, er þegar hafa verið rædd og greina frá jörðum,
er staðnum áskotnuðust fyrir siðaskipti, en heimildir þegja um, að
aftur hafi gengið úr eigu munklífisins.
B: Máldagabók Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1471 til
1616. Jarðir Skriðuklausturs árið 1590 (Þjskjs. Bps B III 2). Þessi
er elzta heimildin um jarðir Skriðuklausturs í heild. Elztu jarða-
bækur íslenzkar, sem varðveitzt hafa, eru önnur frá höfuðsmannsár-
um Páls Stígssonar, en hin frá 1583. Hvorug þeirra getur Skriðu-
jarða (MM II 23).
C: Jarðabók frá 1592, afskrift Þjóðskjalasafns af AM Magn.
Steph. 27 4to, en það handrit er aftur afskrift frá því um 1720 með
hendi Benedikts lögmanns Þorsteinssonar. Afskrift Þjóðskjalasafns-
ins er ónúmeruð.
D: Jarðabók frá 1597, gerð af Brostrup Gedde, en meðtekin af
Jóhanni Bockholt, en hann var svo sem fyrr segir höfuðsmaður kon-
ungs á íslandi á árunum 1570—1587 og 1597—1601. Gedde gegndi
embættinu frá 1595 til 1597 (SSÍ II 714—717, 724—725).
E: Jarðabók frá 1606, gerð af Enevold Kristjánssyni, sýslumanni
Gullbringusýslu, en hann var hér umboðsmaður Enevold Kruses.
Hinn síðarnefndi var höfuðsmaður 1602—1606 (umgetið rit 725—
727).
F: Jarðabók frá 1616, undirrituð af Herluf Daa, sem höfuðsmað-
ur var frá 1606 til 1619 (umgetið r.it 727—731).
G: Jarðabók frá 1633, undirrituð af Holger Rosenkrantz, en hann
var höfuðsmaður 1620—1633 (umgetið rit 733—737).
H: Jarðabók frá 1639, undirrituð af Pros Mundt, er höfuðsmað-
ur var 1633—1644. Bók þessi er einnig til í afskrifum (t. d. Lbs.
492 4to) og er gjarnan kennd við Jens Söffrinsen, sem var umboðs-
maður Pros Mundts. Þessi bók getur ein ofangreindra heimilda um