Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 80
78
MÚLAÞING
dýrleika jarða, en hinar láta nægja að nefna kúgildafjölda og land-
skuldir. (Jarðabækurnar C—H eru allar í Þjóðskjalasafni, dönsku
sendingunni No. 641).
I: Vísitazía Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1641 (sbr. framar).
K: Jarðatal á Islandi, gefið út af J. Johnsen í Kaupmannahöfn
1847. Greinir höfundur svo frá tilurð þeirrar bókar, að við jarða-
talið sjálft hafi hann m. a. haft fyrir sér jarðamat það, sem fram
fór hér á landi frá 1802 til 1806, en um dýrleika jarðanna, land-
skuldarverð og kúgildatölu kveður hann farið eftir jarðabók Skúla
Magnússonar landfógeta frá 1760. Tekur jarðabók Árna Magnússon-
ar frá 1702 til 1714 þar við, er bók Skúla þrýtur. Hið síðasttalda á
þó ekki við um Múlasýslur, þar eð sá hluti jarðabókar Árna, er um
þær fjallaði, forgekk í eld.inum 1728, eins og kunnugt er. Þá greinir
höfundur frá því í athugasemdum, er á milli ber dýrleika jarða sam-
kvæmt nefndum bókum og þess, sem sýslumenn eða hreppstjórar
telja á jörðunum, svo og hins, sem jarðabækurnar frá 1639 og
1696 segja um dýrleika konungsjarða. Hér við bætast loks ýmsar
heimildir aðrar (Jarðatal V—VII).
Skrána hef ég sett upp í samræmi við gögn þessi, en þeim er
raðað í stafrófsröð með sama hætti og að framan greinir. Mun
ég framvegis yfirleitt ræða um hverja einstaka heimild með til-
vísun til þess bókstafs, er henni hér er gefinn. Röð jarðanna í
skránni er tekin því nær óbreytt eftir D—H, en jarðabækur þær
eru nánast samhljóða um þetta efni. Síðar verður jörðunum raðað
eftir hreppum.
Unnt hefði verið að taka tillit til fleiri jarðabóka frá 17. og 18.
öld, en við þetta verður látið lenda, þar eð þær elztu skipta að sjálf-
sögðu mestu. Við nánari umræðu verður vikið að nokkrum þeim
heimildum, sem hér er sleppt, bæði handritum og þætti úr kirkju-
sögu Finns biskups.
Athugasemdir allmargar fylgja skránni, einkum þe,im hluta henn-
ar, sem tekinn er úr Jarðatali Johnsens, en í því er fjöldi athuga-
greina neðanmáls. Eru athugasemdir skrárinnar merktar með tölu-
stöfum. Orðréttar tilv.itnanir eru á gæsalöppum, bæði úr Johnsen
og handritum.
Hér hefur skrá Skriðuklaustursjarða.