Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 89
múlaþing
85
heimildum, og kann upphaf Bessastaðagerðis og Hamborgar að
vera áþekkum vafa undirorpið. Þó sé ég ekki ástæðu til að efast
um tilvist þessara hjáleiga fyrir siðaskipti fremur en Brekkugerðis
á þeim forsendum einum, að B og C ekki geta um þær. Veldur því
takmarkaður áreiðanleiki þessara heimilda, sem áður er nefndur.
Nokkur ástæða væri e. t. v. til að staldra enn frekar við vegna
Bessastaða og hjáleiga þeirra. Bessastaðir voru kirkjustaður á fyrri
tíð, og getur Bessastaðakirkj u síðast sem hálfkirkju 1576 (Presta-
tal 9). Fornbréf greina ekki frá því, hvenær Skriðuklaustur hreppir
jörðina. En hún er komin í eigu þess 1590, og skv. þeim starfsregl-
um, sem hér er fylgt, hlýtur að teljast eðlilegast að ætla hana í
höndum klaustursins þegar fyrir siðaskipti. Sérstöðu hafa Bessa-
staðir vegna ómagans, sem þar skal haldinn.
Hálfa Skriðu í Breiðdal eignaðist klaustrið í fyrndinni. Sú jörð
er aldrei síðan nefnd í heimildum staðarins, en K kveður hana
eign Heydalakirkju (Jarðatal 378). Hefur saga hennar sem Skriðu-
klaustursjarðar, því ekki orðið löng. Oðru máli gegnir um Glett-
inganes, sem ekki er nefnt frá B til I, en telst Skriðuklaustursjörö
samkvæmt A og K. Nú er e. t. v. ekki fyrir það að synja, að Glett-
inganes geti hafa gengið úr eigu klaustursins um sinn, en aftur
liafnað í höndum þess síðar. Hitt er þó líklegra, að það hafi ætíð
talizt til klausurjarðanna. Benda má á það, sem fyrr segir í athuga-
semd, að jörðin var í eyöi a. m. k. á síðari hluta 18. aldar og í
byrjun 19. Vera má, að hún hafi einnig verið það á 17. öld og sé
því ekki talin með. Sú aðferð brýtur raunar í bága við það, að eyði-
jörðin Hrjótur er talin með í A—H, en það gæti átt rætur að rekja
tií þess, að Hrjótur virðist hafa verið illskárra kot en Glettinganes.
Auk alls annars er Glettinganes í eigu Skriðuklausturs 1698 og
reyndar líka 1681 (Jarðabók Jóhanns Klein). Auk þess telur Finn-
ui biskup jörðina meðal eigna klaustursins. (Þess ber hér að geta,
að Skriðuklaustursjarðatal það, sem Finnur hiskup tekur upp í bók
sína (HE IV 120—121), kveöur hann samið eftir jarðabókinni
1639. Hefur hann þó ekki haft í höndum frumrit jarðabókarinnar
(hér: H), og rýrir það gildi þessarar heimildar til muna. Eiga
nokkrar missagnir höfundar eftir að koma fram. Þó er saklaust að
telja jarðatal Finns biskups til heimilda um eignir Skriðuklausturs