Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 90
86
MULAÞING
á hans tímum). Loks telst Glettinganes meðal Skriðujarða í af-
hendingarbréfi Jóns Þorlákssonar 1684 (smbr. aftur), en sú heim-
ild telur raunar í eigu klaustursins ýmsar jarðir, sem eldri gögn ekki
nefna. Hlýtur því að mega vænta þess, að jörðin hafi ætíð fylgt
kíaustrinu. Fyrst í stað hafði klaustrið aðeins eignast hluta Glett-
inganess, en á síðari hluta 17. aldar virðist það eiga kotið allt, og
hlýtur sú breyting að hafa orðið þegar í pápisku.
Að Hamragarði, Meðalnesi og Birnufelli er vikið í athugasemd-
um við skrána. Úlfsstaðir falla víðast hvar niður í skránni, en þó
nefna A, C og I þessa jörð, auk þess sem K segir hana hafa verið
í eigu Skriðuklausturs til ársins 1837. Nú vandast málið, er áreið-
anlegustu heimildir skrárinnar þegja, en hinar standa einar uppi,
sem til þessa hafa verið að engu hafðar. Þó er Johnsen þungur á
metunum, en sé nú betur að hugað, kemur í ljós, að fleiri heimildir
telja Úlfsstaði til Skriðuklaustursjarða á 17. og 18. öld. Þannig er
farið kirkjusögu Finns biskups, bændatalinu frá 1753, ennfremur
áðurnefndri jarðabók frá 1698 og afhendingu Jóns Þorlákssonar á
Skriðuklaustri og fylgijörðum 1684 (Þjskj. A 94 I 1), og loks má
telja jarðabók Jóhanns Klein 1681. Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum er Úlfsstöðum sleppt í D til H, en allt virðist þó benda til
þess, að þeir gangi aldrei úr eigu Skriðuklausturs, og víst er, að
staðurinn hefur átt þessa jörð í pápisku, smbr. A.
C hefur að geyma ólæsilegasta nafn skrárinnar, „Sá,“ sem eins
og segir í athugasemd mun ekki vera annað en upphaf að orði.
Eina skýringin, sem mér kemur í hug, er sú, að hér sé á ferðinni
jörðin Sellátur, sem C sleppir. Sú skýring hlýtur stuðning af því,
að „Sá“ í C fylgir sami kúgjldafjöldi og landskuldarupphæð og
Sellátrum í D—H. Eigi að síður er þetta þó að sjálfsögðu aðeins
tilgáta og breytir í engu framangreindri niðurstöðu um Sellátur.
Að öðru leyti er tilgangslaust að velta fyrir sér þessu orðskrípi.
Víðivallagerði og Haugar koma fyrst til sögunnar með I, en K
telur og báðar jarðirnar með Skriðuklausturseignum. Sömu upp-
lýsingar er að finna í fleiri síðari tíma heimildum, t. d. fyrrnefndu
afhendingarbréfi Jóns Þorlákssonar frá 1684 og jarðabók Kleins,
svo og jarðabókinni frá 1698. Finnur biskup nefnir Hauga, sleppir
Víðivallagerði, en telur þess í stað Víðivelli báða með Skriðu-