Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 91
MÚLAÞING
87
klaustursjörðum. Hið síðasttalda er fjarstæða, þar eð Víðivellir
ytri voru í bændaeign bæði fyrir daga Finns smbr. t. d. jarðabók
Kleins) og eftir (smbr. t. d. Jarðatal 357). Bændatalið frá 1753 tel-
ur Víðivallagerði og Hauga einnig með Skriðuklaustursjörðum.
Víðivallagerðii var hjáleiga, og kann sami möguleikinn að koma til
álita um það og fyrr er nefndur varðandi aðrar hjáleigur, sem sé
sá, að heimildin felli jörðina niður, en láti nægja að greina frá
höfuðbóli því, er hún fylgir. Sú skýring veröur þó þeim mun óað-
gengilegri sem fleiri gögn skýra frá SkriðujörÖum án þess að nefna
viðkomandi hjáleigu, og á þeim forsendum einum er ómögulegt að
telja jörð, sem fyrst er nefnd 1641 og þá í óvissri heimild, orðna til
sem sjálfstæða hjáleigu Skriðuklausturs fyrir 1550. Sama máli
gegnir um Hauga nema enn fastar megi að orði kveða, þar eð þeir
eru ekki hjáleiga og verða því ekki grunaðir um að fela sig að baki
eins eða annars höfuðbóls í eldri heimildum.
Klaustursels og Brattagerðis er samkvæmt skránni fyrst getið í
K. Svo sem frá er greint í athugasemd, er fyrrnefnda jörðin talin
hjáleiga frá klaustrinu 1760. Hið sama er að sjá af bændatalinu
1753. Má Klaustursel hæglega hafa verið hjáleiga Skriðu um sinn,
þó að heimildir ekki geti þess. Nafnið bendir til, að þarna hafi
fyrrum verið haft í seli frá Skriðuklaustri enda liggur Klaustursel
vel við slíkum nytjum af staðarins hálfu. Selfarir voru stundaðar
frá upphafi Islandsbyggöar fram á 19. öld (Isl. þjóðh. 62—64), og
niega Skriðuklaustursmenn vel hafa haft þá iðju í frammi þegar
i pápisku. I því sambandi má geta þess, að í gjafabréfi Hallsteins
Þorsteinssonar er sagt, að Skriðujörð fylgi „selför í Seljadal.“ Hitt
ei aftur á móti óárennilegt að telja Klaustursel hjáleigu staðarins
fyrir siðaskipti, þar sem það þó fyrst er nefnt í heimildum frá 18.
öld.
Um Brattagerði, sem K eitt telur Skriðuklaustursjörð og þó í
eyði, gegnir sama máli og um Klaustursel og Víðivallagerði. Þó að
hjáleiga þessi megi hafa fylgl klausturjörðinni Hrafnkelsstöðum
um hríð án þess að hennar væri getið í jarðabókum eða öðrum
gögnum, höfum við enga 'heimild til að fullyrða neitt um tilvist
hennar í kaþólskum sið. Væri raunar lítið á frekari vitneskju um
þetta atriöi að græða, nema með fylgdu upplýsingar um dýrleika,