Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 92
88
MÚLAÞIJNG
kúgildi og landskuldir, en þær er hvergi að hafa. Skal því látið út-
rætt um Brattagerði, svo og Hrólfsgerði, sem K nefnir einnig sem
eyðihjáleigu Hrafnkelsstaða 1760. I fyrsta þætti var minnst á
Hantó, og er engu við það að bæta, sem þar var sagt.
Svo sem fram hefur komið í framanskráðri umræðu, ráða heim- ,
ildirnar D—H í flestum tiifellum mestu um það, hvort jörð verður
talin til Skriðuklausturseigna í pápisku eður ei. Aður er á það hent,
að hinn skammi tími frá siðaskiptum fram til þessara heimilda rétt-
lætir þessa notkun fullkomlega. Áreiðanleik bókanna D—H er ekki
að efa. Þær eru frumrit, skrifaðar af höfuðsmönnum konungs eða
fulltrúum þeirra, undirritaðar af þeim sjálfum. Þær eru ekki skrif-
aðar til fróðleiks og skemmtunar, heldur eru þær fylgiskjöl með
reikningsskilum þessara kóngsmanna af léni sínu, Islandi. Þær hljóta
því að taka öðrum heimildum fram um áreiðanleik, bæði að því er
tekur til jarðatalsins sjálfs og þeirra hagsögulegu upplýsinga, er
hverri jörðu fylgja. Mun nánar rætt um hið síðarnefnda von bráðar.
Samkvæmt framansögðu má ætla jarðir Skriðuklausturs skiptast
þennan veg í lok þess tíma, er munklífið starfaði: *■
/ Fljótsdal:
1 Bessastaðir með Bessastaðagerði og Hamborg.
2 Brekka með Brekkugerði.
3 Víðivellir fremri.
4 Hrafnkelsstaðir.
5 Sturluflötur.
Á Jökuldal og í Jökulsárhlíð:
6 Hvanná.
7 Torfastaðir.
8 Skeggj astaðir.
9 Eiríksstaðir.
í Hróarstungu:
10 Straumur.
/ Skriðdal:
11 Vað.
12 Sandfell (minna).