Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 95
MÚLAÞING
91
gera má ráð fyrir, að Varir séu sjávarjörð. Sé litið á uppdrætti
af Austfjörðum, liggur strax í augum uppi, hve klausturjörðun-
um í fjörðum niðri er kyrfilega raðað með sjó fram og greini-
ltga hyllzt til að komast yfir jarðir, er liggja utarlega í fjörð-
um, t. d. Glettinganes, Nes í Loðmundarfirði, Brimnes og Aust-
dal, Krossanes, Karlsskála og Vattarnes.
Ekki er að efa, hver er tilgangur.inn með sjávarjarðasöfnun þess-
ari, en hann er af tvennum toga: Þaðan hefur klaustrið haldið úti
skipum, sennilega í stærri stíl en nokkur föng eru á að gera sér grein
fyrir nú, og þar hafa verið rekafjörur góðar. Áður er vikið að út-
gerð á klausturjörðunum og leyfi, sem Skriðuklaustur hafði til að
stunda sjósókn frá jörðum Valþjófsstaðar. Kemur lega hinna mörgu
kiausturjarða niðri í fjörðum vel heim við þær fátæklegu heimild-
ir, sem þar var að vikið. Hér af mætti nú spinna langan lopa um
skreiðarverzlun Skriðumunka, jafnvel útflutning. Fjöldi sjávarjarð-
anna gefur fyllilega heimild til að gera ráð fyrir sams konar öflun
klaustursins og meðferð á sjávarafurðum og tíðkaðist um þessar
mundir í öðrum landshlutum. Þó skortir öll gögn til að ræða þau
efni frekar, og skal það ekki gert að sinni.
I gjafabréfi Hallsteins Þorsteinssonar og Cecilíu segir svo frá,
að klaustrið eigi reka til móts við Kirkjubæ á Helmingasandi. Er
hér vikið að hlunnindum, sem mikils voru metin fyrr ó tímum.
Höfðu margir góðar tekjur af rekafjörum, og er ekki að efa, að
jarðir Skriðuklausturs niðri í fjörðum hafa orðið því ábatasamar
í þessu tilliti. Varðandi Borgarhöfn er sérstök ástæða til að nefna
reka, enda hafa Suðursveitungar haldið hátíðir að rekum og strand-
góssi allt fram undir þennan dag. Frá Borgarhöfn var og öruggt
útræði.
Niðurstaðan af jarðatalinu verður sú, að eignir klaustursins
skiptast einkum í tvo staði, 17 jarðir í Fljótsdalshéraði og dölum
þess, en 22 jarðir niðri í fjörðum. Loks er ein í Suðursveit. Þannig
eru nær allar þær jarðir klaustursins, sem inni í landi liggja, í nær-
sveitum staðarins. Engar jarðir af því tagi á klaustrið t. d. í upp-
sveitum Vopnafjarðar eða í Breiðdal, svo að nefnd séu tvö héruð,
sem teygja sig langt inn í land. Þannig er þeim eignum, er gefa
af sér landbúnaðarafurðir raðað í næsta nágrenni staðarins, en