Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 100
96
MÚLAÞING
in af stað u. þ. b. 1530—1540, verður faægara að meta gildi jarða-
bókanna D—H. Ætla má, að þær veiti vitneskju um ástand staðar-
jarðanna á síðar.i árum klaustursins, þó að vissulega megi vera, að
fækkun kúgildanna hafi enn haldið áfram eftir siðaskipti. En þær
upplýsingar, sem D—H draga fram, gefa ekki rétta mynd af fjár-
hagslegri afkomu klaustursins á fyrra skeiði þess. Þá má ætla, að
þar hafi verið betur búið en margnefndar jarðabækur gefa til kynna.
Hvað sem framanskráðri röksemdafærslu líður, er hitt fullvíst, að
viljum við leitast við að draga upp heildarmynd af efnahag klaust-
ursins í lok pápisku, er ekki í annað hús að venda en til þessara
heimilda. B og C eru raunar 7 og 5 árum eldri en D, en svo sem
þegar hefur komið fram, eru þær bækur óáreiðanlegri en hinar, enda
ber þeim hvorki saman við D—H um kúgildi og landskuldir né held-
ur eru þær einróma sín í milli. Þó fer heildartaka kúgilda samkvæmt
B nærri heildartölu kúgilda eftir hinum gögnunum, og eykur það,
svo og annað samræmi, sem fyrir kemur þessara heimilda milli, að
sjálfsögðu gildi bókanna D—H fremur en hitt. Tilraun til að nálgast
hugsaðar jarðabækur klaustursins frá 1554—1590 ellegar frá enn
eldri tíma væru að sjálfsögðu skáldskapur einn. Verður því að
leggja tekjur klaustursins og eignir samkvæmt D—H til grundvall-
ar umræðu um heildarmynd staðarins og jarða hans um siðaskipti.
Hitt má þá heldur ekki gleymast eitt andartak, að sú niðurstaða er
aðeins sennilegasta tilgátan, sem unnt er á lofti að hafa, en ekki
fullnaðarvitneskja.
Síðari tíma þróun verður ekki rædd hér, þó að dýrleiki Skriðu-
jarða, kúgildafj öldi og landskuldir samkvæmt Jarðatali Johnsens
væru birt í framanritaðri skrá til aukinnar yfirsýnar. A tímabilinu
frá 1639 fram til þeirra heimilda, sem Johnsen leggur til grund-
vallar, verða stórvægilegar breytingar á þessum efnum öllum, en
eðli þeirra og tildrög varða munklífi að Skr.iðu engu. I því sam-
bandi má nefna fyrr skrifaða umkvörtun Þorsteins sýslumanns Sig-
urðssonar, er hann segir, að jarðirnar „sökum aflaleysis og ábúend-
anna fátæktar hafa ei með venjulegu landskuldargjaldi eður kú-
gildafjölda byggjast kunnað.“ (Þjskjs. A 94 I 1). Sýna þau orð,
að jörðunum hefur hrakað jafnt og þétt, er á leið.
Hið smávægilega misræmi einstakra heimilda frá D til H er þetta: