Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 102
93
MULAÞING
sem heimild, en ekki ritvilla (ath. t. d., að eins kúg.ildis mismunur
í handriti, -— III kúg“ í stað „II kúg,“ — fær auðveldlegar stafað
af ritvillu en munur á „X aur“ og ,,lc“), og því hlýtur að teljast
eðlilegast að reikna tekjur staðarins út frá landskuldum skv. D eða
39c40áln.
bá hængur er á þessari niðurstöðu, að H ein gefur upp dýrleika
staðarjarðanna, en D ekki. Nú mætti að sjálfsögðu reikna dýrleika
jarðanna út frá D eftir reglunni um 5% landskuld af höfuðstól.
Með þeirri aðferð væri dýrleikinn 786c72áln. Borið saman við H
kemur þó í ljós, að þetta fær ekki staðizt, og á það rætur að rekja
tii þess, að landskuldir af Skriðuklaustursjörðum eru meira en 5%
af höfuðstól, hvað svo sem þráttnefnd regla hefur um það að segja.
Þannig eru 40c40álna landskuldir skv. H ekki 5% af 708c20álna
höfuðstól, heldur 5.69%. —- Ekki er hægt að treysta því, að land-
skuldin sé nákvæmlega jafnstór hundraðshluti af höfuðstól skv. D,
og verða því allir frekari útreikningar niður að falla, þar eð efa-
lausa viðmiðun skortir. Er þá ekki um annað að ræða en að taka
við þeim upplýsingum um dýrleikann, sem H lætur í té. Raunar er
hættan, sem því fylgir, tæpast ofanritaðra málalenginga virði. Mis-
raunur landskulda skv. D og H er aðeins lc, en sé gert ráð fyrir,
að landskuld sé 5.69% af höfuðstól, svarar sá mismunur aðeins
u. þ. b. 17c69álnum í jörðu.
Tveir þeirra bæja, sem við áður sáum að telja ber með eignum
klaustursins, eru ekki skráðir í bækurnar D—H. Eru það Úlfs-
staðir og Glettinganes. Verður því að leita til annarra heimilda um
dýrleika þeirra, kúgildi og landskuldir. Sama máli gegnir um Hrjót,
en hann er í eyði skv. D—H, og því er þar engar fjárhagslegar heim-
ildir um hann að finna.
Úlfsstöðum fylgja 3 kúgildi skv. C, og af jörðinni gelzt lc í land-
skuld. Jarðabók Kleins telur Úlfsstaði 12c að dýrleika, landskuldir
lc, en kúgildi 2. Hið sama segir Jón Þorláksson 1684 og Skúli
Magnússon 1776 (Jarðatal 362). Hér er ekki annars kostur en að
gera ráð fyrir þessum dýrleika og landskuld, en kúgildunum mun
hættulaust að láta C ráða.
Glettinganes hefur efalaust komizt allt í eigu staðarins fyrir siða-
skipti. Elzta h'iimildin, sem ég hef fundið um fjárhag þess, er jarða-