Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 104
100
MÚLAÞING
sem ætluð var einstaklingi til viðurværis á ári hverju, efalaust ekki
hærra áætluð en brýnustu nauðsyn bar til. Þetta ákvæði var enn í
gildi, er munklífi starfaði að Skriðu. Samkvæmt því mátti fram-
fleyta 11 til 12 karlmönnum (konur hafa tæpast étið Skriðubræður
út á gaddinn) af tekjum klaustursins.
Nú vitum við þegar, að bræður að Skriðu urðu aldrei svo marg-
ir. Hitt er ekki að efa, að þar hefur auk bræðra búið vinnufólk
nokkurt, e. t. v. einnig leikbræður og ungbræður. Hefur þetta lið
að sjálfsögðu haft framfæri af staðarfjánum. En með tilliti til
bræðrafæðarinnar virðist nokkra bjartsýni til þess þurfa að ætla
heimamenn að Skriðu nokkru sinni hafa náð tylft. A hitt er að líta,
að ekki hefur forlagseyr.ir Jónsbókar verið ríflegar skammtaður en
svo, að tiltölulega auðvelt hefur það verið fyrir færri menn en 11
eða 12 að uppéta þær tekjur Skriðuklausturs, sem hér hafa verið
ræddar.
í framhaldi af þessu mætti bera fram eftirfarandi spurningu:
Benda líkur til þess, að jarðir Skriðuklausturs hafi verið svo gjöf-
ular, að staðnum græddist fé í nokkrum mæli, lausafé, sem ekki
uppázt í mötuneyti munklífisins og annara útgjalda vegna, en nauð-
svn bar til að verja til nýrra jarðakaupa, að það mætti halda áfram
að ávaxta sig? Þegar hefur verið vikið að þessari spurningu lítil-
lega. Þrennt gerir það þó að verkum, að örðugt er að svara henni
af nokkurri nákvæmni. I fyrsta lagi má ætla, að tekjur klaustursins
af jörðum sínum hafi framan af verið mun meiri en hér er saman
dregið, svo sem fyrr frá greinir. í annan stað vitum við ekki, hve
mikið af kúgildaleigum klaustursins og landskuldum hefur gengið
til framfæris heimamönnum, þar eð tala þeirra er ókunn. f þriðja
lagi er ekki að efa, að klaustrið hefur haft ýmsar tekjulindir, sem
að vísu varða ekki jarðeignir þess, en þó voru svo þýðingarmiklar
efnahag staðarins, að framhjá þeim verður ekki gengið. Þessum
tekjum er ógerlegt að henda reiður á. Ber þar fyrst og fremst að
nefna gjafir og greiðslur í ýmsum myndum, svo sem áheit, próvent-
ur, sálugjafir og legkaup. Fornbréf sýna, að menn hafa verið all-
örlátir við klaustrið framan af, einkum á jarðir, en engin ástæða er
til að ætla annað en að lausafé hafi borizt staðnum eftir áþekkum
leiðum, enda getur þess ainnig í bréfum. Annar óþekktur tekjustofn