Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 105
múlaþing
101
hefur vafalítið reynzt staðnum drjúgur, en það var sjósókn á klaust-
urjörðunum. Hefur henni ekki aðeins fylgt greiðsla landskulda í
fiskum, heldur hefur klaustrið og haft menn í veri á fjörðum niðri.
Má í því sambandi enn rifja upp samninginn góða við Valþjófs-
staðarklerk, er leyfir „skipum klaustursins og mönnum“ vervist á
jörðum sínum. Þar eru ekki á ferð leiguliðar af klausturjörðum
niðri í fjörðum. Þeir gátu róið úr eigin vör og hafa ugglaust gert.
Nei, „klaustursins menn“ eru sjómenn í þjónustu Skriðuklausturs,
og þeirra starfi ber e. t. v. ríkulegri björg í bú en öllum kúgilda-
leigum og landskuldum nemur.
Því verður næsta torvelt að gefa nákvæmt svar við framangreindri
spurningu. 1 aðalatriðum er þó heimilt að svara henni játandi.
Klausturfólkið mun ekki hafa verið fleira en svo, að það feng.i auð-
veldlega borgizt við þær tekjur munklífisins af jörðum sínum, sem
hér er gert ráð fyrir skv. D—H. Nokkur afgangur hefur efalaust
komið til skila. Og allar tekjur aðrar hafa þá verið umfram brýn-
ustu nauðþurftir staðarins. Er ekki að efa, að klaustrið hefur safn-
að fé framan af árum, fé sem arðbærast var að festa í nýjum jörð-
um.
Þannig höfum v.ið þá og heimildir fyrir því, að lausafé var í all-
stórum stíl varið til jarðakaupa. Narfi príór greiðir 30c lausafjár
fyrir Hrafnkelsstaði árið 1498 og sama ár 4c vegna annarra við-
skipta. Þorvarður príór innir af höndum 5c í jarðakaupum 1506,
og í ágúst 1513 binzt hann í að snara út 80c fyrir Brekku á tveim-
ur árum að öllu forfallalausu. Þar af eru lOc í smjörvum, ugglaust
kúgildaleigur. — Ekki er þó klaustrinu þróttur þorrinn eftir þessi
slórkaup. Greiðir Þorvarður 40c lausafjár fyrir Borgarhafnarpart
7 árum síðar. Eru nú 30c í smjörvum, og skal enn goldið á tveggja
ára fresti. Aftur kaupir príór hluta Borgarhafnar árið 1523 og
greiðir þar nokkuð í lausafé, og loks er þess að geta, að príór virð-
ist hafa keypt Seljamýri í Loðmundarfirði fyrir 8c með sama hætti.
Eftirtektarvert er, að Þorvarður, sem þó er ekki jafnathafnasam-
ur um jarðaöflun og Narfi, snarar út yfir 133c lausafjár á starfs-
ferli sínum, en Narfi verzlar mest með jarðir, geldur aðeins 35c í
lausafé, að því er bréf votta. Efalaust er orsök þessa sú, að um
daga Þorvarðar er klaustrinu fyrst tekið að græðast fé að marki.