Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 110
106
MÚLAÞING
menn frá skipunum eitthvað af kornvörum, kartöflur, salt og fanskt
kex, er þótti mikill fengur. Þetta voru stórar, þykkar kökur, ósætar
og harðar, en brögðuðust allvel, ef til vill fylgdi með dálítið af
rauðvíni og smábragð af koniaki, en skipin höfðu mikið af þess-
um drykkjum með sér.
Fáskrúðsfjarðarfranska var liún kölluð, mállýzkan, sem þe.ir
töluðu, er viðskipti áttu við skipin, og er sagt, að allmargir fjarð-
arbúar hafi verið nokkuð leiknir að tala þá frönsku.
A Fáskrúðsfirði var konsúll þeirra frönsku; einnig var þar kirkja,
sem þeir sóttu, sjúkrahús og læknisbústaður. Það mun hafa verið
vegna þessarar aðstöðu, að þeir komu í Fáskrúðsfjörð fremur en
aðra firði.
Er skipverjar höfðu hvílt sig eftir volkið á sjónum, hófst það
aðalverk, er vinna skyldi, það var að ná í vatn. Þeir fluttu trétunn-
ur í land á litlum skipsbátum að einhverjum læknum í þorpinu;
lækurinn var stíflaður og ýmist notuð renna eða ausið úr skaft-
potti í tunnurnar; þetta tók oftast nokkra daga, þeir voru ekkert í
kapphlaupi við tímann, eins og nú er oftast; nei, þeir voru ékkert
að flýta sér.
Börn höfðu gaman af að snúast í kringum þá frönsku við tunn-
urnar, og ósjaldan kom það fyrir, að þeir réttu börnunum eina
eða tvær kexkökur, er þeir höfðu með sér, og þótti það mikið hnoss-
gæti.
Fransmennirnir þóttu yfirleitt barngóðir og höfðu gaman af,
að börnin hjálpuðu til við tunnurnar.
Síðustu árin, er frönsku skúturnar voru á íslandsmiðum, voru
komnar í þær litlar vélar, svokallaðar hjálparvélar, og gerðu þær
skipunum hægar að fara um fjörðinn í logni og mótvindi, enda
þótt hægt gengi með slíku vélarafli, því að segl voru aðallega notuð
sem fyrrum.
Já, fallegar voru frönsku skúturnar með seglum sínum, rá og
reiða, en trúlegt er, að oft hafi reynt á þolinmæði stjómenda þeirra,
er óhagstæðir vindar voru eða stórviðri skullu á, ef til vill af hafi
og skipin upp við land, þar sem eru hafnleysur; þá hefur stundum
munað litlu, að hægt væri að komast hjá þeirri ógæfu að stranda.