Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 111
MÚLAÞING
107
Það eru nú liöin rúm þrjátíu ár, síöan Fransmennirnir hættu að
koma á vorin og flest horfið, sem notað var í þeirra þarfir. Læknis-
bústaðurinn er samt notaður sem slíkur enn. Eitt er þó, sem minn-
ir á þetta tímabil. Skammt utan við kauptúnið niður við sjó er
Fransmannakirkjugarður, þar eru mörg leiði með smákrossum
og heilgimyndalíkneskjum, og þar er margt fagurt að sjá, bæði fyr-
ir börn og fullorðna.
Þegar frönsku sjómennirnir voru komnir í fjörðinn, áttu nokkrir
þeirra jafnan erindi í kirkjugarðinn; ef til vill var þar gamall
kunning.i og skipsfélagi eða þeir voru með kveðjur að heiman frá
Frakklandi frá ættingjum, sem kvöddu sinn vinn, er hafði farið
með skipunum á Islandsmið, en kom aldrei aftur.
Er siglingar lögðust niður, lét kirkjugarðurinn á sjá fyrir tím-
ans tönn, en fyrir nokkrum árum var hann hreinsaður og settur
var í miðjan garðinn stór róðukross, minnismerki þeirra, er þar
hvíla.
Vegfarendur, er fram hjá fara, minnir krossinn á, að áður fyrr
komu Fransmenn i fjörðinn.
ER PÁLL ÓLAFSSON bjó á Nesi í Loðmundarfirði, komu einu sinni í heim-
sókn til hans þeir Baldvin í Stakkahlíð, séra Björn á Dvergasteini og Skafti
Jósefsson ritstjóri á Seyðisfirði. Páll hafði átt í brösum við þá alla og ort um
þá margt, en nú ætluðu þeir að sættast við hann. Páll tók þeim ágæta vel og
veitti óspart. Þeir dvöldu þar lengi, og lék Páll við hvern sinn fingur. Þegar
þeir fóru, kvaddi Páll þá mjög innilega og óskaði þeim alls góðs, og gestirnir
þrír stigu ánægðir á bak. Um leið og þeir riðu úr hlaði, steig Páll tipp á
garðbrot í varpanum og kvað, svo að þeir heyrðu gjörla:
Héðan hurtu rógur reið,
rangsleitnin og illgirnin,
lygi og smjaSur skelltu á skeið;
skárri er það nú fylkingin.
MAÐUR KOM Á BÆ á Úthéraði og sagði þannig frá reka á Héraðssöndum:
„Það rak tré á Sandana, og það var svo stórt, að endarnir stóðu út í fjöllin
sin hvorumegin við flóann. Og það voru sex viðartegundir í því, esnis, hvít-
viði, tjörufura, þenir, rauðviði og lindifura."