Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 116
112
MÚLAÞING
— Þetta voru nú árabátar, sem brúkaðir voru fram undir alda-
mótin, þrí- og fjórrónir venjulega. Það var stundað með línu, jú
og svo handfæri fyrst á vorin.
— Stunduðuð þið hákarlinn ekkert á þínum yngri árum?
— Það var, jú, eftir aldamótin, að farið var að stunda hann.
Þá fengum við vélbát — rétt eftir aldamótin. Þeir Svínaskálamenn
urðu fyrstir til að kaupa vélabát hér við Reyðarfjörðinn, síðan
komu fleiri, Hafranesmenn, Kolmúla- og Berunesmenn, og þeir í
Breiðuvík. Þessir held ég að hafi orðið fyrstir til með vélabáta
hér við fjörðinn.
Eftir að vélabátarnir komu, var farið að horfa eftir hákarlinum.
Ég man eftir eitt vor sérstaklega, að farið var í hákarlasetu. Við
fórum þá með hákarlafæri og fengum 14 hákarla. Ég segi nú reynd-
ar við, það var mismæli, ég var nú svo ungur, að ég var ekki kom-
inn með.
— Þú talar um hákarlasetu?
— Já, það var legið við, legið við stjóra sérðu, hérna út og norð-
ur af Brökunum, þar í djúpinu, svona á 100 faðma dýpi.
— Og það var lifrin, sem þið fyrst og fremst sóttuzt eftir?
— Nei, hákarlinn líka, sko, já, já, hákarlinn sjálfur, blessaður.
Hann var nýttur og étinn. Auðvitað var svo lifrin líka notuð í lýsi.
— Lentuð þið aldrei í neinum hrakningum, Helgi?
—- Jú, við lentum það nú stundum, ekki er því að neita, helzt
var það nú norðanáttin, sem stríddi okkur. Á vorin þurftum við
að sækja út, og sóttum þá oft að Skrúð, og þá gat það angrað okk-
ur á 'heimleiðinni, ef hann brast á af norðri og við vorum ekki
búnir að ná fyrir Vattarnesstangann. Þá gat oft verið erfitt að
komast inn aftur. En það kom nú ekki fyrir nema einu sinni, að
við lentum í slíkum hrakningum, að við gætum ekki náð til lands.
Þá urðum við að bíða þrjá tíma fyrir utan Skrúð.
-—- En í októberróðrunum, var þá aldrei kaldasamt?
-— Jú, en það slampaðist nú venjulega einhvern veginn af. Við
fengum þá vanalega suðvestan, eða þá austanv.ind í land, og þá
gátum við siglt. Við vorum með segl á árabátunum. Það voru
spreddsegl, sem kölluð voru. Það var laust spredd, sem var ýtt upp
og seglið 'þanið upp með stöng.