Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 118
114
MÚLAÞING
sjónum, það hafi nú ver.ið ákaflega drjúgt í heimilin. Þeir höfðu
náttúrlega landbú líka, sumir gott landbú. Hafranesbændur höfðu
ágætt landbú, sömuleiðis Vattarnesbændur, bæði Eiríkur Þórðar-
son og Þorsteinn Hálfdánarson. Þeir höfðu afbragðs bú og feiki-
legar tekjur, því að það voru 20 færeyskir bátar á Vattarnesi í
upplagi þar, höfðu þeir viðlegu þar, þegar ég man eftir að þeir
væru flestir. Þeir bjuggu þarna, Færeyingarnir, í sjóhúsum, sem
þeir útbjuggu handa þeim, Vattarnesbændur.
— V oru þá Fœreyingarnir í eins konar kaupavinnu þarna á
V attarnesi?
— Nei, þeir höfðu upplag hjá bændunum, þeir settu allt upp
sjálfir, söltuðu og seldu aflann sjálfir. Þeir seldu allt til Orum &
Wulff á Fáskrúðsfirði. Nei, nei, Færeyingarnir voru engir kaupa-
menn, þeir leigðu uppsátrið, eins og ég sagði og hús og greiddu
leigu fyrir. Þeir komu ár eftir ár, sömu mennirnir. Þetta voru
ákaflega tryggir og góðir menn.
— Þetta voru Fœreyingar. En Fransmenn, höfðuð þið nokkur
viðskipti við þá?
— Það var nú dálítið, fyrst þegar ég man eftir. Þá var nú prjón-
að á veturna, vettlingar og svona þess háttar og þá kunnugir menn
í Fáskrúðsfirði, sem seldu þetta fyrir mömmu mína.
— Og hvað fékk mamma í staðinn?
— Hún fékk pompólabrauð. Það þóttu dýrindisbrauð. Mönn-
um líkaði yfirleitt vel v.ið Fransmennina, held ég, þetta voru ágæt-
ismenn. Þeir borguðu blíðlega með flandara- og pompólabrauð-
um, það sem þeim var selt, eins og ég sagði, bæði prjónles, fugl
og ýmislegt annað.
Einu sinni man ég eftir, að strandaði frönsk skúta í Skálavík-
inni rétt utan við Kolfreyjustað. Þetta var 1924. Við fengum anzi
mikla vinnu við að bjarga úr henni. Hún var full, bæði af salti og
alls konar dóti, sem tilheyrði handfæraveiðunum hjá þeim. Það
höfðu margir gott upp úr þessu strandi. Við höfðum bæði þarna
v.innu og íengum að kaupa á aksjóninni. Þá voru engin kol hér.
Við fengum að bjarga kolunum úr skútunni, fengum að kaupa
okkur af þeim.
— Hvað voru þœr stórar þessar frönsku skútur?