Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 119
MÚLAÞING
115
— Þær voru andskoti stórar. Ætli það hafi ekki verið upp
undir 200 tonna skip.
— V oru þœr, t. d. þessi, vélskip?
— Nei, nei, þetta var bara seglskúta.
— (Það er nú ein spurning, sem mig langar til að spyrja þig.
F.n ég skal lofa því að hafa hana innan sviga: Heldur þú, að hér
hafi virkilega átt sér stað einhver frönsk blóðblöndun?
— Ekki vil ég sverja fyrir, að svo hafi ekki verið. Þú hittir e. t.
v. fyr.ir franskan svip og dökkt 'hár, hér suður á fjörðum. En hversu
rnikil þessi franska blóðblöndun var, það veit ég náttúrlega ekki.
Sú tala er náttúrlega hvergi til, nema þá hjá guði. í rauninni bezt
að segja, að maður viti ekki neitt.)
felagslíf, fylgjur og draumar
— Segðu mér eitt, Helgi, það hefur verið fjölmennara þarna á
Suðurbyggðinni, þegar þú vart að alast upp en nú er orðið.
— Já, það var nú heldur.
— Var þá ekki talsvert félagslíf um að ræða?
— Sambúðin milli bæjanna var ágæt, en til skemmtunar gerðu
menn sér nú ekki margt — nú nema þá um hátíðir. Jæja, eða þá
haldnar voru veizlur, þá var náttúrlega allt gert, sem hægt var til
að skemmta sér. Slík mannamót voru helzt haldin á Hafranesi,
því að húsakynni voru þar bezt. Þegar slíkt sem þetta bar til, þá
var jú dansað og leikið sér eitthvað, eins og gekk og gerðist al-
mennt.
— Segðu mér, var glíman algjörlega útdauð þarna á Suður-
byggðinni á þínum œskudögum?
— Ja, það var nú ekkert glímt þarna í minni sveit.
— Nú, en utan veraldlegra samkoma, þá sóttuð þið kirkju eins
og annað fólk auðvitað?
— Jú, yfir að Kolfreyjustað, yfir fjallið.
— Það hefur nú aldeilis verið spölur.
— Ja, það var hálfs annars tíma gangur. Við fórum Staðarskarð,
sem vegurinn liggur yfir í dag. Hálfs annars tíma gangur hvora
leið, svona hægt gengið.
— Þetta er nú anzi bratt?