Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 120
116
MÚLAÞING
— Já, það var nú dálítið erfiðara að ganga það heldur en núna,
síðan vegurinn kom. Eldra fólk fór þetta nú á hestum, en það þurfti
að teyma hestana mikið af þessum bröttu fjöllum, brekkurnar efst,
sitt hvorumegin við Skarðið, Bröttubrekku og Skarðshjalla.
— Kirkja og söngur eiga mikið skylt hvort öðru. Var enginn
söngur þarna hjá ykkur á Suðurbyggðinni?
— Jú, hann var dálítið iðkaður. Guðmundur bróðir minn lærði
að spila á orgel á sínum yngri árum, og það var mikið sungið heima
kringum orgelið. Við höfðum af því mikla skemmtun. Stundum
kom fólk að, af næstu bæjum til að taka með okkur lagið.
— Var sungið einraddað?
— Ja, hann spilaði náttúrlega allar raddir, oftast sungum við
nú samt einraddað, en fyrir kom, að við sungum bassa með.
— Þú ert tímamótamaður, Helgi, einn af þeirri kynslóð, sem
tilheyrir í rauninni tveimur heimum. Segðu mér, var draugatrúin
útdauð, þegar þú varst á þínum yngri árum?
— Nei, hún var nú ekki dauð. Ég kann nú ekki að segja frá
neinum merkilegum draugum úr minni sveit, en þungar draumfar-
ir höfðu menn tíðum undan ýmsum. Undan vissum ættum. Mlg
dreymdi, og aðra dreymdi líkt, og dreymdi menn ákveðna hluti,
þá var það víst, að vissir menn komu daginn eftir. Þetta voru
fylgjui.
— En ekki hefur þetta nú samt verið svo lifandi, að það sæjust
draugar á undan mönnum?
— Nei, og þó, ég skal ekki segja, að það hafi ekki sézt, en hvort
það voru nú draugar eða verur eða hvað v.ið nú köllum þetta; ég
vil nú helzt ekki kalla þetta drauga. En ég sá einu sinni koma kven-
mann gangandi ofan Náttmálabrún, sem kölluð er, heima á Kol-
múla. Hún kom heim, niður brúnina og beina leið heim að bæn-
um. Ég var staddur úti og veitti þessu athygli. En hún hvarf á
brúninni hjá bæjarlæknum, hlaðmegin.
En bíddu nú við. Daginn eftir kemur maður gangandi nákvæm-
lega þessa sömu leið. Þetta kom heim og saman við sögu, sem
gekk manna á milli, um að kvenmaður fylgdi þessum manni eða
föður hans. Hann kom nákvæmlega sömu leiðina. Ég var staddur
í bæði skiptin úti.