Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 121
múlaþing
117
— Hiddufólkið, átti það heima á þínurn œskuslóðum?
— Ja, almennt held ég, að menn hafi nú ekki orðið varir við
það, en það var gömui kona heima, Þórdís Björnsdóttir, ævagöm-
ul, þegar ég man fyrst eftir henni. Stórfróð kona. Sagði okkur
krökkunum margar fallegar sögur. Hún þótti skyggn, og hún þótt-
ist sjá fólk, bæði gangandi og á hestum, fólk af öðrum heimi,
sérðu. Hún hélt því fram, að þetta væri huldufólk.
— JJm tröll eða álfa þýðir ekki að spyrja?
— Nei, það held ég ekki.
AF DÖGUM SKAL VEÐUR VIRÐA
— Einu hefi ég tekið eftir, Helgi, þegar við höfum hitzt og
spjallað sjálfsagt nokkur hundruð sinnum, þá höfum við oftast
talað um veðrið. Eg er búinn að lœra mikið um veðurfrœði af þér.
— Ja, þú segir nokkuð.
— Ég hefi tekið eftir því, að þú leggur mikið upp úr ákveðnum
dögum, hvað veðurspár snertir.
— Já, ég geri það.
— Hvaða dagar ársins eru það einkum?
— Ja, þú manst nú eftir því, að ég benti þér í vetur á þriðja
fimmtudag í góu. Hann var ekki glæsilegur. Hvernig varð svo vor-
ið?
— Sem sé, ef þriðji fimmtudagur í góu er slœmur, þá fer vor-
tíðin eftir því?
— Já, og öfugt. Það sagði mér þetta gamall maður, sem hér
átti heima, Þorsteinn Jónsson frá Gvendarnesi, sem þar bjó í mörg
ár, að hann hefði alla sína búskapartíð tekið eftir þessum degi.
Honum hefði ekki brugðizt þessi spádagur. Eg er nokkuð lengi bú-
inn að taka eftir þessu, og mér hefur eiginlega fundizt á sama máta.
— En þú hefur nú tekið eftir fleiri dögum?
— Já, ég hefi tekið eftir því, bæði Pálsmessu og Mikjálsmessu.
Mér þykja þær samt ékki eins öruggar, ekki síðustu árin.
Um Pálsmessu sögðu gömlu mennirnir:
„Ef himinninn er heiður og klár
á heilaga Pálusmessu,