Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 124
JÓN BJÖRNSSON FRÁ HNEFILSDAL:
Utigöngunaut Yopnfirðinga
Víða á landi iiér var nokkuð gert að því fyrr á öldum að safna
saman ungnautum og reka þau til heiða, þar sem grösugt var, og
láta þau ganga þar yfir sumarið. Þetta gafst auðvitað misjafnlega og
var auk þess stórhættulegt, þar sem í hópum þessum voru oft stórir
tarfar til alls vísir. Saga sú, er hér fer á eftir, sýnir þetta glögglega.
Einhvers staðar fremst í Vopnafirði áttu heima ung hjón. Þau
þurftu alllangt að sækja til heyskapar. Það var svo seinni hluta
sumarsins, að hjónin áttu á engjunum allmikið hey, sem búið var
að þurrka og setja upp í sátur. Daginn eftir skyldi svo binda heyið;
íóru hjónin því snemma á engjarnar með hesta og annað það er
til þurfti. Meðan bóndinn fór heim með hestana, átti konan að
vera eftir og setja á reipin, hirða dreifar og þess háttar. Hjónin
áttu lítið barn, sem þau höfðu með sér. Bjó móðirin um barnið
undir enda á einni heysátunni.
Svo var það eitt sinn, þegar maðurinn er að fara heim með ferð,
að konan veit ekki fyrr tii en nautaflokkur kemur vaðandi ofan af
heiðinni og tekur að ólmast í sátunum. A undan hópnum fer stór
og mikill boli; ræðst hann á hverja sátuna eftir aðra, þar til hann
kemur að sátunni, sem barnið sefur undir, en þó á þann endann,
sem fjær er barninu.
Konan varð náttúrlega ofsahrædd, þegar hún sá til nautanna,
og þetta gerðist í svo skjótri svipan, að hún áttar sig ekki fyrr en
hún sér, hvar stóri boli ræðst að sátunni, sem barnið sefur undir.
Konan bregður nú hart við, grípur orfið, sem bóndi hennar hafði
stungið niður þarna skammt frá með ljánum í. Konan reiðir nú
upp orfið, hleypur að stóra nautinu, þar sem það er komið vel á
veg með að ryðja um allri sátunni. Hún hefur nú engin umsvif,
heldur heggur ljánum ofan í hálsinn á nautinu, svo að í beini stóð.
Þetta varð svo mikið svöðusár, að hausinn á nautinu slapti niður,
þar sem hálstaugarnar voru höggnar sundur. Við þennan áverka
rann allur móður af bola, og rölti hann sig til hinna nautanna.
Þegar svo bóndinn kom aftur með hestana, var kona hans búin
að reka í burtu öll nautin með orfið í höndunum.