Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 130
126
MÚLAÞING
Rúmum þremur árum eftir fríkirkjufundinn, haustið 1901, veikt-
ist Sigurður og lézt 26. nóv. um veturinn. Á banabeði tók hann það
loforð af konu sinni, að útför sín skyldi ekki gjörð eftir siðaregl-
um þjóðkirkjunnar.
Tveir vígðir grafreitir voru í Dvergasteinssókn, annar á Dverga-
steini, hinn á Fjarðaröldu. í þeim síðarnefnda hugðist Arribjörg
að jarðsetja mann sinn. En þegar hún leitaði þess, taldi prestur
sér ekki heimilt að leyfa það nema að siðareglum þjóðkirkjunnar
viðhöfðum.
Nú var úr vöndu að ráða fyrir Arnbjörgu. Hún vildi ekki bregð-
ast loforðinu við mann s.inn á deyjandi degi og frestur enginn til
frekari málsleitunar. Tók hún það til ráðs að jarðsetja líkið skammt
upp frá húsi sínu á Hánefsstaðaeyrum að fengnu leyfi landeiganda.
Fékk hún Davíð Ostlund til að flytja húskveðju. Fór útförin fram
með sálmasöng að venju, en kistan var ekki moldausin með siða-
formála þjóðkirkjunnar.
Fjölmenni var við útför.ina.
Eftir útförina ritaði Östlund grein í blaðið Bjarka og lét í ljós
undrun sína yfir þeirri þröngsýni kirkjuvaldsins að leyfa hinum
látna ekki legrúm í vígðum reit, slík þröngsýni þekktist ekki í
Noregi, legreitirnir séu fyrir líkin, en líkin ekki fyrir legreitina.
Eftir útförina getur blaðið Austri þess, að við yfirsönginn hafi
verið sleppt fjórum síðustu versunum í útfararsálmi Hallgríms
Péturssonar Allt eins og blómstrið eina. Þessu svaraði Arnbjörg
með grein í Bjarka og segir, að ástæðan hafi verið sú, að í þeim
versum sé lýst trúarskoðun, sem hinn látni hafi ekki viðurkennt.
Eftir útförina var vandanum snúið á hendur kirkjustjórnarinn-
ar. íslenzka kirkjan var þá ekki orðin eins „rúmgóð“ og síðar varð.
Dtförin hafði farið fram í trássi við lög og venjur. Þess var vart
að vænta, að málið yrði látið afskiptalaust.
Skýrsla um málið var látin ganga boðleið um hendur geistlegra
og verslegra stjórnarvalda og hafnaði að lokum hjá héraðsdómar-
anum með fyrirmælum um málsókn á hendur Arnbjörgu í nafni
réttvísinnar.
Meðan á þessari hringrás stóð, hafði Arnbjörg skrifaði kon-
ungi beiðni um, að við svo búið mætti standa. I svari um hendur