Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 132
128
MÚLAÞING
glaöværðina hafði skort, síðan hann fór. Meö vorinu mundi Finn-
ur koma af vertíðinni.
Hún hugsaði venju fremur til Finns þennan morgun. Hún hlakk-
aði til vordaganna og komu hans á heimilið.
I fyrravor, þegar Helgi réð Finn til sín fyrir vinnumann, var
hún því heldur mótfallin. En Helgi sagði, að hann þyrfti að fá
hjálp v.iS heyskapinn, en réð svo vinnumanninn á bát suður i
Grindavík yfir vertíðina, því að þá hafði hann ekki þörf fyrir Finn
heima. Sjálfur komst hann yfir að hirða skepnurnar. Þær voru
ekki fleiri en það.
Þetta síðasta ár hafði liðið eins og draumur. Hún hlakkaði til
hvers dags. Ljúfur fögnuður gerði henni störfin létt og ánægjuleg.
Það er barið að dyrum. Úti fyrir er pósturinn með hesta sína.
Hann réttir henni tvö bréf til Helga. Hún býður honum kaffi, en
það er einhver asi á honum og hann v.ill ekki bíða. Hún sér á eftir
honum út traöirnar. Gekk hún svo inn með bréfin og lagði þau í
eldhúsgluggann.
Skömmu síðar kom Helgi heirn og drengirnir. Þegar þeir höfðu
lokið við að borða, tók Helgi 'bréfin og las þau.
Annað var kvittun frá Landsbankanum fyrir greiðslu á láni.
En hitt bréfið var frá hreppstj óranum i Grindavík.
Hann las síðara bréfið þungbúinn á svip, unz hann sneri sér að
Laufeyju og sagði:
„Þetta bréf færir okkur sorgarfrétt. Viltu lesa það sjálf.“
Laufey tók við bréfinu með titrandi höndum og las það. En
bréfið var á þessa leið:
Grindavík 15. marz 19. .. .
Herra Helgi Sigurðsson, Hlíð.
Eg flyt yður þau sorgartíðindi, að báturinn „Hafmærin“ fórst
með allri áhöfn í ofviðri þann 11. þ. m. Með bátnum fórst Finnur
Einarsson, vinnumaður yðar. Útgerðarmaðurinn nrun skrifa yður
bráðlega viðvíkjandi hlut hans og eignum.
Virðingarfyllst
Snorri Ketilsson."