Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 134
130
MÚLAÞING
dómi. En sú innilega, hljóða hamingja, sem einkennir sambúð
elskenda, var þar ekki.
Hvað átti hún að gera? Átti hún að bæla niður þessar sterku til-
finningar eða kasta teningunum? Hún valdi fyrri kostinn. Til þess
lágu margar ástæður, en þó fyrst og fremst drengirnir hennar.
Hún reyndi að dylja alla þess, hvern hug hún bar til Finns. Hann
sjálfan líka. En hún reyndi að njóta samverunnar með honum, án
þess að láta á neinu bera. Hún áleit, að Helgi hefði ekki hugmynd
um þessa baráttu hennar.
En hún gat ekki dulið hug sinn fyrir Finni. Auðvitað vissi hann
allt. En hann var gætinn og v.irti varkárni hennar. Hún var þess
fullviss, að hann bar sama hug til hennar.
Nú var henni það ljóst, að ef vegir þeirra hefðu legið mikið
lengur saman, hefði dregið til einhverra tíðinda. — En nú höfðu
örlagavöldin gripið í taumana.
Þessi dýrðlegi tími var liðinn. Vor ástarinnar. Nú var það minn-
ingar einar. Hún hafði elskað af öllu hjarta og mundi aldrei verða
söm aftur. Og hún var sannfærð um það, að 'hún hafði líka verið
elskuð, þótt hún heyrði það aldrei af vörum hans. Hver veit nema
síðasta hugsun hans hafi verið til hennar.
En nú var öllu lokið. Það hafði dregið ský fyrir sól á ástarhimni
hennar. En hún var rík. Hún hafði auðgazt af þessari dýrmætu
reynslu. Líf hennar hafði fengið einhverja aukna fyllingu, sem
það hafði ekki áður.
— Hún minntist einkum eins septemberkvölds, þegar Helgi var
á hreppsnefndarfundi. Dreng.irnir voru sofnaðir, en þau sátu tvö
í stofunni og spjölluðu saman. Hlýleiki og unaður lá þar í loftinu
þetta kvöld.
Þau ræddu um hugðarmál sín. Hún sagði honum, hve gaman hún
hefði af að sauma ýmsar myndir. Hún fann að hann skildi hana.
Og þar kom, að hún spurði hann, hvað hann hefði helzt kosið að
læra.
„Eg hef nú alltaf verið heima hjá pabba og ekkert getað lært.
En hefði ég átt kost á að læra eitthvað, hefði það orð.ið ljósmynda-
smíði.“
„Já, þú hefur gaman af myndum.“