Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 135
MÚLAÞING
131
„Ég hafði mest gaman af teiknun í skólanum, og hef alltaf haft
gaman af myndum, einkum fallegum myndum."
„Það get ég vel skilið. Ég hef líka mjög gaman af málverkum og
fallegum Ijósmyndum, þótt það sé tvennt ólíkt. Ég sá einu sinni
málverkasýningu af myndum Ásgríms Jónssonar og það er eitthvað
það fallegasta, sem ég hef séð.“
„Eg á málverkabók Kjarvals. Og þar eru margar einkennilegar
myndir. Ég gleymi mér stundum alveg við að horfa á þær,“ svar-
aði Finnur.
„Þú hefur sýnt mér hana. Þú ættir að lána mér hana. Það er
annars slæmt, hve mikill tími gengur í erfiði fyrir lífinu, en eng-
inn tími verður til þess að njóta þess fagra, sem lífið hefur að
bjóða.“
„Þannig hefur mér fundizt það vera í sveitinni. Og þó er sveita-
lífið heilbrigt. Ég mundi sakna dýranna, ef ég flytti í kaupstað.
Þau hafa verið svo ríkur þáttur í lífi mínu.“
„Eg mundi einskis sakna, þó að ég flytti í kaupstað, veit aðeins
að þar er miklu léttara. Þar eru fremur eirihverjar frjálsar stund-
ir. Og þar eru fargar listir, sem ekki þekkjast hér,“ sagði Laufey.
„Auðvitað eru þar málverkasýningar. En ég hef vanizt að njóta
náttúrufegurðarinnar. Oft horfi ég á landslag eins og það væri mál-
verk, og get horft á það tímunum saman. Ég veit alveg hvernig ég
mundi mála það, ef ég væri málari.“
„Því lærir þú þá ekki að mála, eða lærir ljósmyndasmíði?“
„Ég efast um hæfileika mína til að verða málari. En ég er orð-
inn of gamall til að læra ljósmyndasmíði. Og svo er bezt að hafa
ekki miklar áhyggjur af framtíðinni. Enginn veit, hvað lífið verð-
ur langt.“
„Þú talar alveg eins og öldungur. Heldurðu ef til vill, að þú
verðir skammlífur?“
„Já, ég hef einhverja hugmynd um það.“
„Hefur þig dreymt fyrir því?“
„Nei, það er aðeins óljóst hugboð. Og sennilega er það tóm vit-
leysa.“
„Þú getur ekkert vitað um þetta, Finnur. Ég gæti vel trúað, að
þú yrðir allra karla elztur. En við skulum tala um eitthvað annað.“