Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 136
132
MÚLAÞING
Þau þögðu um stund eftir þetta samtal. En þetta kvöld kynntist
hún Finni talsvert. Hann opnaði sál sína fyrir henni. Þau sýndu
hvort öðru fullan trúnað. Bæði voru þau örugg um, að því yrði
ekki flíkað við aðra. Hann var fíngerður, listhneigður og dálítið
þunglyndur í eðli sínu, þótt hann væri glaðvær í hversdagslegri um-
gengni. Þessir eiginleikar í fari hans kveiktu ást hennar. En hann
hafði haft rétt fyrir sér. Hugboðið um skammlífi hans var komið
fram. Hann gat sparað sér allar áætlanir um framtíðina.
Þegar hann bauð henni góða nótt um kvöldið, kyssti hún hann
létt á kinnina. Hann leit á hana hlýlega og undrandi.
En ilmurinn af þessum hljóðlátu samverustundum þeirra var
eftir í húsinu. Hún gat heyrt hina lágværu rödd hans og sumar
setningar, ef hún hlustaði vel. Þær samverustundir voru fjársjóður,
sem mölur og ryð fá ekki grandað.
Hún reis upp úr rúininu, þvoði sér í framan og greiddi. Enginn
mátti vita um þessa haráttu hennar. Hún var leyndardómur hennar
eigin hjarta. Fram undan voru gráir, gleðivana dagar.
Þá heyrði hún, að Helgi kom að bæjardyrunum með drengina.
Og hún gekk rösklega fram í eldhúsið til venjulegra starfa.
ÁSBJÖRN FAÐIR STEFÁNS BÓNDA bjó í Húsavík. Hann fékk stundum vín
í frönskum duggum. Eitt sinn bentu Fransntenn honum á koníakstunnu óátekna
og gerðu honum skiljanlegt, að hann mætti eiga hana, ef hann gæti borið hana
upp sjávarbakkann í Húsavík, en hann var mjög hár og snarbrattur. Ásbirni
tókst það, og varð frægt, enda mesta afrek. Þetta voru rauðviðartunnur á stærð
við kjöttunnur, en þó heldur minni um sig og munu hafa tekið ívið minna.
Um þessa þrekraun var ort:
Dálítið drykkfelldur var hann, 15
en dæmi þess fá munu slík,
að brennivínstunnuna bar hann
upp bakkann í Húsavík.
Sögumanni, Sigurbirni í Gilsárteigi, er ekki kunnugt um, hver orti.