Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 138
134
MÚLAÞING
orðin fengu íslenzkar endingar. Það verður ekki rætt um þetta efni
án þess að nota þessi orð, enda ekki rétt að breyta þeim eða gera
tilraun til nýrri þýðinga, þar sem slíkt gæfi ekki rétta mynd af því,
sem lýsa á. Rétt er í upphafi að geta nokkurra helztu orða og orða-
tiitækja, sem algengust voru. Síldarútgerð með landnót var kall-
að nótabrúk eða nótalag, og eru þessi orð bein þýðing úr norsku
„nótabruk“ og nótalag.“ Formaður nótalagsins hét nótabassi eða
bara bassi, og eru orð 'þessi nú orðin föst í málinu og sóma sér vel.
Bassarnir voru alltaf tveir, yfirbassi og undirbassi. Onnur starfs-
heiti í nótalaginu voru vel íslenzk, svo sem: nótabátsformaður, spil-
bátsformaður, dreggmaður og nótakastar.i. Öðru máli gegndi um
sum heiti á veiðarfærunum, svo sem: plenta, af no. plente og skimla
af no. skimle, og þar af leitt, að plenta út og skimla. Fyrirskipanir
voru oft æði norskuskotnar, svo sem hin lífseiga skipun bassanna
„La go nót.“
Eftir þennan formála er þá bezt að snúa sér að lýsingu á veiði-
tækjunum og lýsa bátunum fyrst. Nauðsynlegur bátakostur til veið-
anna var sem hér segir: Tveir til þrír nótabátar, einn spilbátur, einn
minni nótabátur, svokallaður úrkastsbátur og tvær skektur. Nóta-
bátarnir voru nokkuð misstórir, stærð þeirra var venjulega talin
í tunnutali, það er að segja eftir því hvað þeir báru margar tunnur
síldar, háfaðar úr lás. Algengasta stærðin mun hafa verið 120—150
tn., en til voru bátar sem báru 180 tn. og jafnvel 200 tn. Minni bát-
ar voru þó til, t. d. úrkastsbátarnir. Nótabátarnir voru innfluttir frá
Noregi, eins og öll veiðarfærin munu hafa verið. Bátarnir voru súð-
byrðingar, fremur breiðir og nokkuð hærri á stafn en skut. Þrjár
þóftur voru í þeim framan við miðskip og ein fyrir aftan. Miðskip-
ið klætt innan upp undir hástokka, pallur í stafni framan við fremstu
þóftu og þilja í skut. Þrjár árar voru á borð, langar og þungar, og
ræði, svokölluð tollaræði, tollar úr birki, en undirlög úr eik. Róður
með þessum þungu árum var erfiður, einkum ef róið var hvíldar-
laust, eins og oft kom fyrir, þegar leitað var síldar. Aralagið skipti
ekki litlu máli, og illa var það séð, ef ekki var róið taktfast og há-
vaðalítið. Eftir að vélbátarnir komu til sögunnar upp úr aldamót-
unum, voru nótabátarnir dregnir áleiðis þangað, sem síldar var
leitað, en þá var þeim sleppt úr togi, og róðurinn hófst. Nótabát-