Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 140
136
MÚLAÞING
Spilbáturinn er fylg.ibátur nótabátsins og tengdur við hann með
dráttartaug, en annars róið tveim árum. I spilbátnum er annað að-
dráttartó nótarinnar, og er endi þess festur við nótareyrað, sem
ofan á liggur í nótabátnum. Það, sem einkennir spilbátinn sérstak-
lega, er spilið, það er úr járni, á einum fæti sem gengur niður í
gegnum næst fremstu þóftu, og fellur endinn á fætinum í skorður
niður við kjöl. Þetta er tannhjólaspil með tveim sveifum og mót-
stöðuloku, sem hindrar, að það geti snúizt til baka. Svokallað
„ballansspil" hafði útbúnað, sem létti verkið, en þau voru víst fá-
gæt. I spilbátnum var sams konar landfestarútbúnaður og í nóta-
bótnum, á honum voru venjulega 3 menn og einn formaður.
Þá eru það loks bassabátarnir tveir, venjulega tveggja manna
för, norskar skektur. Auk bassans eru á hvorum báti einn ræðari.
Embættistákn bassans, ef svo mætti að orði komast, er síldarlóð-
ið. Það er lítið perulaga blýlóð um það bil 800 gr. að þyngd, fest
á örmjóa, sterka, þríþætta snúru, sem undin er upp á ferstrenda
grind, sem snýst um ás, sem er framhald af skaftinu. Síldarlóðið
yar „asdictæki“ þeirra gömlu bassanna, en það var tilfinningin
í fingurgómunum, sem tók við boðunum neðan úr djúpinu frá
síldartorfunum, um stærð þeirra, útbreiðslu og þykkt. Hinn þandi
strengur frá lóðinu titraði og skalf, þegar hann skarst í gegnum
síldartorfur, og kölluðu bassarnir það „stuð.“ Því fleiri og þéttari
sem stuðin voru, því meiri síld.
Það var næsta furðulegt, hve beztu bassarnir voru naskir að
finna á þennan hátt, hve síldartorfurnar voru þéttar og fljótir að
kanna stærð þeirra og hreyfingar. Annað tæki höfðu bassarnir
líka til hjálpar v.ið síldarleitina, það var sjókíkirinn. Þetta var
málmhólkur um það bil 1 metri á lengd, víðari í annan endann, um
10 þml. í þvermál, þeim enda var lokað með venjulegu rúðugleri og
þannig notað, að víðari endanum með glerinu var stungið niður í
sjóinn og kíkt í hinn. Einkum var þetta gert, þegar vindur gáraði
yfirborðið og sjóskyggni var slæmt, einnig þegar kannað var síldar-
magn í lásum. Lóðið var þó aðalkönnunartækið, en eilthvert gagn
inun þó hafa verið að þessum einfalda sjókíki undir vissum kring-
umstæðum.
Bassabátnum fylgir einnig eitt sérkennilegasta verkfæri nóta-