Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 141
MULAÞING
137
/agsins, en það er skimlan. Hún er úr tré, hvítmáluð, um það bil
einn metri á lengd, flöt og líkist nokkuð fiski, mjókkar fram í trjónu,
breiðust rétt framan við miðju, en mjókkar svo aftur og endar í
eins konar láréttum sporði. Framan á trjónunni er blýklumpur
beygður yfir trjónuna og festur upp á hliðarnar. I sporðendann
er fest löng og þjál lína. Þetta verkfæri er síldarfæla, þótt skrítið sé,
þar sem verið er að veiða síld, en eigi að síður nauðsynleg. Þegar
verið er að spila kastnótina að landi, er hætt við því, að síldin leiti
á að sleppa fyrir nótareyrun, þá er skimlan notuð til að fæla síld-
ina inn í nótina aftur, þannig að henni er skotið skáhallt í sjóinn
við nótareyrun, og smýgur hún þá sjóinn með miklum hraða á
móti síldinni og glampar á hana snjóhvíta í kafinu. Þetta dugði
venjulega, nema ef aðstæður voru eitthvað slæmar, nótin lengi föst
eða dráttur erfiður og langdreginn. Það kom í hlut ræðaranna að
skimla, og urðu þeir oft að hafa sig alla við. Skimlan var einnig
notuð, þegar úrkastsnótum var kastað í lásinn til þess að taka úr
honum síld. Þá var skimlað á undan bátnum, sem nótinni var kast-
að úr til að fæla síldina frá kastnótarveggnum inn í úrkastsnótina.
Þá er að lýsa sjálfum aðalveiðarfærunum og notkun þeirra.
JNæturnar voru hampnætur aðallega, þó voru til bómullarnætur,
sem voru léttari. Næturnar voru smáriðnar, riðill heldur smærri en
a herpinótum. Stærð nótanna var mjög misjöfn, stærstu kastnæt-
urnar voru venjulega 150—180 faðma langar og 14—20 faðma
djúpar, þó voru til minni nætur og svokallaðar lásanætur, sem
látnar voru standa utan um síld, voru venjulega 80 faðma langar.
Crkastsnætur, sem notaðar voru til þess að taka síldina úr lásun-
um, voru 40 faðma langar og 8—10 faðma djúpar. Fyrir kom það,
að tvær kastnætur eða fleiri voru tengdar saman á endum og kastað
í einu lagi til þess að ná meiri síld. A korkateini voru korkflár,
venjulega sporöskjulagaðar með gróp að endilöngu fyrir teininn.
Nótunum var sökkt með grjóti, sem fest var við steinateininn. Nóta-
steinarnir voru ekki íslenzkir, þeir voru úr norsku forngrýti, ljós-
gráu granít, gegnumboraðir fyrir steinaböndin, svolítið misstórir,
þeir þyngstu rúm 2 kg. Aðdráttartaugar nótanna voru allt að 120
faðma langar, og veitti ekki af, því að oft var kastað langt frá
landi. Einn kútnr fylgdi íhvoru nótareyra, áfastur þegar kastað var.