Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 142
138
MULAÞING
Sex til átta kútar voru festir á korkateininn, þegar búið var að
draga nótina að landi, eins og hæfilegt þótti, og nótin síðan „plent-
uð út,“ sem kallað var, en það var þannig gert, að löng tó voru
bundin í korkateininn við hvern kút, en í hinum enda þeirra voru
fjórflauga eða fimmflauga dregg. Róið var með dreggið þvert af
nótinni og strekkt út eins og hægt var og dregginu kastað í sjó.
Þetta var nauðsynlegt til þess að nótin haggaðist ekki og stæði
betur í stormi og straumi og dugði þó ekki alltaf, þegar vond voru
veður. Algengt var, þegar kastað var fyrir mikla síld, sem ekki var
hægt að salta á skömmum tíma, að fara með lásanót og kasta
henni innan í kastnótina, en kafa svo inn kastnótina, svo að hægt
væri að kasta henni aftur. Urkastsnæturnar voru miklu minni og
léttari, eins og áður er sagt, og voru þær þannig notaðar, að þeim
var kastað innan í lásnum og tekið þannig með þeim hæfilegt magn
af síld í einu til að fara með að landi til söltunar. Þannig var gert
koll af kolli, þar til lásinn var tæmdur.
Þegar hreinsa þurfi og þurrka næturnar, sem auðvitað var nauð-
svnlegt við og við, ef þær áttu að endast vel, voru þær hesjaðar.
Hesjurnar voru háir gálgar reistir með jöfnu millibili eftir endi-
langri bryggju, oftast við enda nótahúsanna, þar sem næturnar
voru teknar inn og geymdar. Gálgarnir voru tengdir með lang-
böndum efst og einnig rúma mannhæð frá bryggjunni. Á neðra
langbandinu var staðið, þegar hesjað var, en lausum rám, sem
kallaðar voru „vollur,“ var skotið undir nótalykkjurnar, þær síðan
réttar upp og raðað á efri langböndin með jöfnu millibili, og hékk
þá nótin í gálganum laus frá jörð og hæfilega gisið, til þess að hún
þornaði fljótt. Það var erfitt verk að hesja renngndi blauta og þara-
slepjaða nót.
Viðhald þessara veiðarfæra var oft mikið verk og vandasamt.
Nótabæting var vandaverk, sem fáir kunnu til hlítar. Næturnar
voru geymdar á þurrum timburloftum, og þar fóru viðgerðir fram
á vetrum. Smágöt voru bætt með því að ríða í þau með netanál, en
stórar skemmdir voru skornar úr og stykki sett í stað.inn. Þessi vetrar-
vinna var oft nokkuð stöðug fyrir þá fáu, sem vel kunnu til þess-
ara verka, en fagvinna var þetta ekki fyrr en nú á síðustu áratugum.
Hagnýting síldaraflans var nokkuð með öðrum hætti á þessum