Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 146
142
MÚLAÞING
komið, litast hann um eftir góðri festu, og finnur hana fljótlega
við stóran stein ofarlega í fjörunni. Hinn framámaðurinn bíður
þess, að hann kalli „fast,“ þá festír hann dreggtóið í bátnum. Hinir
ræðararnir hafa á meðan lagt inn allar árar og sett dráttarspilið
á sinn stað, og nú hefst aðdrátturinn á báðum endum. Ef allt geng-
ur vel og ekki festist, á öllu að vera lokið á 2—3 tímum.
Bassarnir eru nú komnir að nótareyrunum og farnir að ökimla.
Drátturinn gengur eðlilega, og nótin þokast að landi. Þegar nótin
hefur verið dregin fast að bátnum, verður að færa til þess að
þrengja lásinn enn meira, og nótareyrun verður að draga á þurrt
land. Loks er nótin „plentuð út“ eins og ég hef áður lýst, og gengið
frá henni, svo að lásinn haggist ekki, ef veður breytist til hins
verra. Bassarnir lóða nú í lásnum til að kanna síldarmagnið. Síldin
er inni og allir eru ánægðir, að ekki var kastað til einskis.
Þessi stuttorða lýsing er auðvitað ófullkomin og aðeins af því
sem gerðist, ef allt gekk að óskum. En stundum kárnaði gamanið
og erfiðið margfaldaðist. Nótin festist eða straumur lagði hana
flata, og síldin slapp, kastið var „búmm“ og nótina varð að kafa
inn strax. Það tók sinn tíma og reyndi á bak og handlegg.i. Svo
var haldið af stað á ný, og ef heppnin var með, var kannske búið
að kasta aftur og ganga frá nót, áður en myrkt var orðið af nótt.
Af svo miklu kappi var stundum sótt, þegar mikil var síld, að mörg-
um nótum var kastað í lotu sama sólarhringinn. Lásanætur voru
sóttar í land til að skipta, en kastnæturnar kafaðar inn og ekki
hætt veiðum, fyrr en allar nothæfar nætur voru komnar í sjó og
hver maður orð.inn örvinda af þreytu og vökum. Þá var tekin ein
næturhvíld eða svo, áður en söltun hófst. Reglubundinn vinnutími
þekktist ekki við þessar veiðar, allir voru „premíumenn," sem við
þær unnu, og þrældómurinn réttlættur með því, að það væri í allra
þágu að sækja sem fastast og veiða sem mest. Að vísu eru síld-
veiðar þess eðlis, að þær verður alltaf að sækja af miklu kappi, en
nú er ólíku saman að jafna við það sem áður var um aðstæður
allar og erfið.i. Ekki hefur mér tekizt að fá alveg örugga vitneskju
um kaup á síldveiðum þessum á 19. öld, en gamla menn, sem ég
hef spurt, minnir það vera 30 kr. á mánuði og 5 aura „premía“
af hverri pakkaðri síldartunnu. En árið 1909 er mánaðarkaupið