Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 147
múlaþing
143
komið upp í 60 kr. og „premían“ er sú sama. Þetta gat orðið tölu-
vert kaup, ef vel veiddist, en ekki hef ég þó heyrt þess getið, að
nokkur maður, sem ekki var eigandi eða meðeigandi í nótalagi;
hafi orðið ríkur af þessari atvinnu, hins vegar munu útgerðarmenn-
irnir hafa efnazt vel. Þess má einnig geta hér, að landeigendur, sem
lönd áttu að sjó, þar sem landnótum var kastað, áttu landshlut af
afla, og mun hann hafa verið 5—6%, og gat það orðið dálaglegur
skildingur, einkum þar sem veiðisæld var fyrir landi. Sem dæmi
um þetta má nefna, að í kringum 1890 var eitt sinn að haustlagi
eða snemma vetrar kastað fyrir síld í Eskifirði við ströndina gegnt
kauptúninu. Upp úr þessum síldarlás var búið að salta 5000 tunn-
ur af síld, þegar norðanveður reif nótina, en þá tapaðist það sem
eftir var af síld í lásnum, og er talið, að það hafi verið næstum
annað eins. Landshlutur Hólmaprestsins úr þessum eina lás var
því 250 tunnur.
Mikið hefur stundum verið gert úr þessum uppgripum og skjót-
tekna feng. Halldór Laxness orðaði þetta svo af sinni þjóðkunnu
snilld og gamansemi í Sögu úr síldinni: „Oreigar verða þéttefnað-
ii á ekki leingri tíma en sem svarar einu miðlungsfylliríi, gjald-
þrota menn eru flognir uppí loftið eins og tappi úr rófubyssu áður-
en maður hefur svigrúm til að snússa sig.“ Hinar grátbroslegu lýs-
ingar Laxness í þessar.i frægu smásögu af ákafa og dugnaði fólks-
ins í austfirzka sjávarþorpinu við að láta ekki silfur hafsins ganga
úi greipum sér, er víst eina lýsingin í íslenzkum bókmenntum af
þessuin atvinnuvegi, sem reisti heil sjávarþorp og markaði tíma-
mót í atv.innusögu heils landsfjórðungs.
Að lokum er svo rétt að drepa lítillega á sögulegar staðreyndir
um afrakstur landnótaveiðanna. Heimildir eru teknar úr „Þáttum
úr sögu Austurlands“ eftir Halldór Stefánsson, í 4. bindi Austur-
lands, safni austfirzkra fræða.
Síldar er fyrst getið á útflutningsskýrslum árið 1867, þá voru
fluttar út frá Seyðisfirði 119 tunnur af síld. Þessa síld höfðu Seyð-
firðingar veitt sjálfir, en árið eftir, 1868, komu tvö útgerðarfélög
frá Mandal í Noregi til Seyðisfjarðar. Framkvæmdastjórar félag-
anna voru maður að nafni Jakobsen og hinn landskunni athafna-
niaður Ottó Wathne. Norðmennirnir veiddu vel um sumarið og