Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 148
144
MÚLAÞING
fluttu veiðina til Noregs, um 2500 tunnur af saltsíld, annað eins
er talið, að þeir hafi misst úr lásum í stormi um haustið. Með þess-
um aðgerðum hófst síldveiðin á Austfjörðum. Jakobsensfélagið
kom aftur næsta ár, en Ottó Wathne kom ekki aftur fyrr en 1880,
en þá settist hann að á Seyðisfirði fyrir fullt og allt.
Næstu árin var stopul veiði, enda tíðarfar kalt og stundum ísa-
ár, en 1875 glæddist veiðin aftur á ný, og þá bættust æ fleiri Norð-
menn í hópinn, sem leitaði til landsins, bæði á Seyðisfirði og á
öðrum Austfjörðum. Nafnkunnastir þeirra, sem nú komu til lands-
ins og settust að, voru auk Wathnebræðra á Seyðisfirði, þeir Klau-
sen og Randulf, sem tóku bólfestu við Eskifjörð og Reyðarfjörð
og Thoresen á Mjóafirði. Á Eskifirði var líka sænskt veiðifélag í
nokkur ár.
Frá Eskifirði hófst síldarútflutningur árið 1874, og upp frá því
eru útflutnings'hafnirnar tvær, Seyðisfjörður og Eskifjörður, einu
löggiltu verzlunarstaðirnir á veiðisvæðinu, og stóð svo að mestu
a. m. k. fram um 1890. Árið 1874 var bezta veiðiárið, sem komið
hafði fram að því, þá var heildarútflutningurinn 8694 tunnur og
svo til allt frá Seyðisfirði. Á næstu árum eykst veiðin jafnt og þétt,
en nær hámarki á árunum 1880—1885, sem á Austurlandi eru köll-
uð síldarárin miklu. 1881 skiptir um, og eftir það er veiðin meiri
á Suðurfjörðunum, enda fleiri nótalög að veiðum þar samanlagt.
Heildarútflutningur þessara miklu veiðiára var skv. útflutnings-
skýrslUm frá Seyðisfirði og Eskifirði samanlagt:
1880 93040 tunnur
1881 76777 —
1882 48108 —
1883 23176 —
1884 27257 —
1885 23200 —
eða samtals þessi sex ár 291558 tunnur. Mestur var útflutningur-
inn frá Seyðisfirði 1880, 60170 tunnur, og frá Eskifirði árið 1881,
45356 tunnur, en árið 1884 er útflutningurinn frá Seyðisfirði kom-
inn niður í 2457 tunnur, en frá Eskifirði eru þá fluttar út 24800