Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 149
MÚLAÞING
145
tunnur. Árið 1886 er heildarútflutningurinn aðeins 9480 tunnur,
og upp úr því fór veiðin að verða stopulli og aðeins þrisvar sinnum
til aldamóta verður hún meiri, en það var árin 1891, 1893 og 1895.
Aldamótaárið er útflutningurinn aðeins 6697 tunnur.
Um 1890 hættu Norðmenn að mestu árlegum hingaðkomum
sínum til sumarsíldveiða, en þeir Norðmenn, sem búsettir voru hér,
tóku að stunda þorskveiðar og verzlun jafnframt. Þátttaka íslend-
inga í síldveiðunum var nokkur frá byrjun, og voru þeir ýmist einir
um það eða í félagi við Norðmenn. Netaveiði landsmanna var al-
menn, einkum til beituöflunar. Um 1890 voru þrjú alíslenzk nóta-
lög við Seyðisfjörð og önnur þrjú v.ið Eskifjörð og Reyðarfjörð.
Á þessu stutta yfirliti um afrakstur síldveiðanna á tveim síðustu
áratugum 19. aldarinnar má nokkuð sjá, hve þýðingarmikill þáttur
þær voru í afkomu fólksins á Austfjörðum á þessum árum, en þó
er það ótalið, sem liggur utan við aðalefni þessarar ritsmíðar, en
það er sú meginþýðing, sem síldveiðarnar höfðu fyrir Austfirði,
sú örvun og aflgjaíi, sem þær urðu fyrir þorskveiðarnar og alla aðra
athafnasemi á fjörðunum. Elztu þorpin stækkuðu óðfluga og ný
mynduðust. Verzlunarstöðum fjölgaði, og útgerð hófst í stærri stíl
en áður, einkum eftir tilkomu frystihúsanna, sem vitanlega voru öll
ís- eða snjófrystihús og voru ekki eingöngu byggö í þorpunum,
heldur einnig hjá nokkrum útvegsbændum v.ið sjóinn. Sérstök út-
vegsmannastétt varð til í þorpunum, auk þess sem bændur við sjáv-
arsíðuna gerðu út í æ ríkara mæli.
Samband síldveiðanna og útgerðarinnar verður bezt séð á því
að bera saman tölu útgeröarmanna og báta í fjóröungnum og út-
fíutning síldarinnar. Árið 1880 eru útgerðarmenn í Múlasýslum
báðum taldir á manntalsskýrslum 113, þar af 57 við Seyöisfjörð, en
-iðeins 9 við Reyöarfjörð. Síldveiðin er þá ennþá mest við Seyðis-
fjörð. En 1890, aöeins 10 árum síðar, eru útgerðarmenn taldir 174,
ig eru þá orðnir 24 við Reyðarfjörö, 17 við Norðfjörð, 17 við Fá-
skrúðsfjörð, 16 við Stöðvarfjörð og 11 við Berufjörð. Við aldamót-
in eru fiskibátar í Suður-Múlasýslu taldir 264, en 103 í Norður-
Múlasýslu. Þessar tölur tala skýru máli um þýðingu síldveiðanna
fyrir útgerð og athafnalíf við sjóinn á þessum tíma.
Hér ’æt ég staðar numið. Tilgangur minn með þessu erindi var