Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 150
SIG. Ó. PÁLSSON:
Gangnadagsmorgunn
Septemberstormurinn strauk yfir landið í nótt
styrkri hendi og beygði fölnandi stráin,
en lygndi undir morgun, og lognið var svalt og hljótt,
litverp í dögun og þögul er Heimabláin.
Úr hálfgrónum torfflögum fífudúnn fokinn er,
fallinn til jarðar um þýfi og leirrunnar keldur,
stelkurinn floginn. Nú finn ég í vitum mér
fölvans keim og þarf ekki að spyrja, hver
sig hniprar til stökks, né hverjum dómur er felldur.
sá, að varpa nokkru ljósi á veiðiaðferð, sem nú er aðeins saga,
blað í atvinnuþróunarsögu heils landsfjórðungs. Hafi mér tekizt
að draga hér saman það helzta, sem máli skiptir í þj óðháttalýsingu
og bjarga því frá gleymsku, er tilgangi mínum náð. Ég hef borið
allt, sem máli skiptir, undir gamla menn, sem sjálfir tóku þátt í
þessum veiðiskap. Þakka ég þeim hér með öllum ýmsar upplýsingar
og ábendingar, án þess þó að nefna nokkur nöfn. Síðasta kynslóð-
in, sem sat undir þungum árum nótabátanna, er nú sem óðast að
hverfa af sjónarsviðinu, það var því ekki seinna vænna að hafa
tal af þeim um liðna tíð.
Grein þessi er að stofni til útvarpserindi flutt árið 1960. Prentuð með við-
auka í Austurlandi í ágúst 1961. Endurprentuð hér að ósk ritstjóra þessa
tímarits. — Höf.