Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 151
EIRÍKUR SIGURÐSSON:
Bæjanöfn, sem týnast
Allir þekkja þær öru breytingar, sem nú gerast í þjóSlífi okkar.
Mörgum gömlum verðmætum skolar fyrir borð í því ölduróti.
Eitt af því eru gömlu bæjanöfnin, sem fylgt hafa byggðinni í
aldir. Mörg gömul bæjanöfn hafa týnzt á undanförnum áratugum,
þó að jarðirnar séu nýttar. Ekki er ólíklegt, að síðari tíma kyn-
slóðir ásaki þessa kynslóð fyr.ir margt, sem glatazt hefur. Eitt af
því eru gömlu bæjanöfnin.
Þetta gerist oftast með þeim hætti, að sonurinn byggir nýbýli í
túnfætinum og gefur því nýtt nafn, en nafn gömlu jarðarinnar
hverfur í gleymskunnar djúp. Það getur einnig gerzt með ýmsu
öðru móti. En það er tjón að tapa þessum gömlu bæjanöfnum.
Málið okkar og sveitin verða fátækari á eftir.
Hér skal aðeins minnzt á eitt af þessum bæjanöfnum, sem eru að
týnast. Það er bæjarnafnið Dísastaðir, sem málfræðingar telja
reyndar að eigi að vera Dísarstaðir, en r-ið hafi fallið burt í fram-
burði. Bærinn sé kenndur v.ið einhverja Dís.
Þessi bæjanöfn eru tvö á landinu, annað í Breiðdal, en hitt í
Sandvíkurhreppi í Flóa. Nú er þetta bæjarnafn aðeins eitt, því að
engin jörð í Breiðdal heitir lengur Dísastaðir, þó að jörðin sé
nytjuð. Hún er komin í eyði.
Dísastaðir í Breiðdal 'hafa verið lengi í byggð, og var þar oftast
tvíbýli fyrr á árum. Þó er þar aðeins einn ábúandi 1703. Það eru
hjónin Ásmundur Pálsson og Oddbjörg Jónsdóttir með fjögur
börn sín. En 1816 er þar tvíbýli. Á öðru búinu búa Guðmundur
Árnason og Vilborg Stefánsdóttir með 6 í heimili og á hinu Ög-