Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 153
BJARNI HALLDÓRSSON,
Bjormastíg 15, Akureyri:
Búfræðinám 1 Eiðaskóla
veturinn 1908—1909
Við vorum tveir úr Fellum, sem slógum okkur saman rétt fyrir
veturnætur til að fylgjast að út að Eiðum. Báðir vorum við að
byrja nám þar, og nú höfðum við fengið 1 hest undir pjönkur
okkar, en sjálfir vorum við á hestum postulanna. Það var komið
myrkur, þegar við komum að Eiðum, og þótti okkur mikils um
vert að sjá hið nýja steinhús þar, sem lokið var við að byggja þá
um sumarið. Okkur var boðið inn í stóra stofu við austurhlið.
Innan skamms kom skólastjórinn til okkar. Hann hét Bergur Helga-
son frá Kirkjubæjarklaustri á Síðu; hann var að taka við skólanum
þetta haust og hafði nýlega lokið námi við búnaðarháskóla í Dan-
mörku. Meðkennari hans og samstarfsmaður var líka nýr í sínu
starfi með sömu menntun og skólastjóri. Það var Benedikt Blöndal,
sem síðar átti eftir að verða mikill áhrifamaður í búnaðar- og
kennslumálum Austurlands, meðan hans naut við. En nú vík ég
aftur að Bergi skólastjóra. Okkur leizt strax vel á manninn. Hann
var vel meðalmaður á hæð, fríður í andliti með vel hirt yfirvarar-
skegg, mjög kvi’kur í hreyfingum, enda grannvaxinn. Hann var
léttur í tali, og eitt það fyrsta, sem hann lagði til, var það, að þar
sem Oddur væri svo langur og ég svo stuttur, þá væri bezt að taka
part af Oddi og bæta við mig. Annars byrjaði hann á að bjóða
ckkur velkomna í skólann, sem nú mundi byrja fyrir alvöru eftir
1 eða tvo daga. Efribekkingar voru áður komnir og höfðu verið
við landmælingar í 2 vikur, og eitthvert fieira verklegt nám.
Húsaskipan var þannig, að húsið var tvílyft með kjallara. Á efri