Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 154
150
MÚLAÞING
hæð var íbúð skólastjóra (hann var giftur danskri konu) og svefn-
herbergi kennara og nemenda, sín stofa fyrir hvorn bekk, en nem-
endur voru 18 þennan vetur. Nýsveinar voru 10, og til að jafna
metin á milli var ég látinn sofa í stofu með eldribekkingum, en sú
stofa var í móti norðri. Á miðhæðinni voru kennslustofur, mat-
stofa, eldhús og gestaherbergi. I kjallara var þvottahús og geymsl-
ur. En allt starfsfólk skólans bjó í gamla skólahúsinu; þar voru mjög
roargar vistarverur og höfðu víst hver sitt nafn, sem ég hefi nú
gleymt. V,ið höfðum ákveðnar settar reglur til að fara eftir. Kl.
7 að morgni vorum við vaktir og urðum að vera komnir vel þvegn-
ir og greiddir niður í kennslustofu kl. hálfátta. Tímar byrjuðu kl.
8 og stóðu til 12, en við fengum hálftíma til að drekka morgundrykk.
AUir bóklegir tímar voru úti kl. 3, og þá var íþróttatími, 2 tímar,
t. d. skotæfingar, fótbolti, glímur og leikir. Blöndal var ævinlega
með okkur í útileikjum, en væri vont veður, þá las hann fyrir okk-
ur. Kl. 5 var aftur setzt í skólastofurnar og lesið til kl. 8. Kl. 10
áttu allir að vera komnir upp á sín svefnherbergi, en þau voru
óupphituð og mjög kalt þar, því að skyldugt var að hafa ætíð
opinn glugga. Oft á morgnana var frosið vatnið í þvottakönnunni.
Matur var ekki mikill, en góður og vel fram reiddur. Hann mun