Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 155
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON:
c* -v • p • • • >v
beyoisijorour
(Til siðaskiptanna 1550)
Seyðisfjörður er eitt þeirra byggðarlaga á Islandi, sem fáar sög-
ur voru skráðar um til forna. Það þarf þó ekki að tákna það, að
þar hafi ekki gerzt neitt sögulegt. Þegar sögurnar eru athugaðar
af gaumgæfni, kemur í ljós, að þar er fátt sagt um daglegt líf manna
eða nytsamlegar athafnir. Kjarni sagnanna er ófriður og átök milli
manna og innan um í þeim slæðist með hitt og þetta, sem varpar
daufu skini á lífið, eins og það var hversdagslega. Þessi uppbygg-
ing Islendingasagnanna veldur því, að í huga og vitund síðari-
tímamanna eru það víga- og ófriðarmenn, sem hæst ber og móta
skoðanir manna á þessum fornu mönnum og málefnum þeirra.
að einhverju leyti hafa verið upp á danska vísu vegna áhrifa frá
skólastjórafrúnni, t. d. voru alltaf einu sinni í viku hafðar baunir
og fles’k.
Kennararnir voru báðir mjög vel að sér í sínum fögum. Þeir
kenndu mest í fyrirlestrum, en studdust við bækurnar, sem við átt-
um að læra. Bækurnar voru allar á dönsku (eða norsku), en eng-
inn hafði lært dönsku, og hún var aðeins kennd 2 tíma í viku. Okk-
ur nýttist því mjög illa úr lærdóminum, nema þeirn sem voru minn-
ugir og gátu munað fyrirlestrana, en þeir voru fáir. Mér fannst ég
læra lítið í bóklegum fögum á Eiðum, hefi sennilega ekki verið
nógu þroskaður til að melta þau og illa undir búinn.